Lokahóf SJÓL 2020 fellt niður vegna Covid-19

Birt þann 14. nóvember, 2020by Sjól

Kæru félagsmenn og aðstandendur

Við höfum fram að þessu lifað í þeirri von um að geta haldið okkar árlega lokahóf þar sem veiðitímabilið er gert upp og nýjir íslandsmeistara krýndir

Nú er ljóst að í fyrsta skiptið í sögu SJÓL mun ekkert lokahóf verða haldið vegna
Covid 19 faraldursins sem við höfðum fram til þessa getað aðlagað okkar félagskap að þeim reglum sem settar hafa verið til að halda niðri dreifingunni

Úrslit sumarins standa enn sem áður og SJÓL mun nálgast þá sigurvera í hverjum flokki og afhenda þau verðlaun sem þeir hafa unnið til á mótum sumarsins

Framundan eru bjartari tímar og ef ég þekki mitt fólk rétt þá verður 2021 okkar besta ár þar sem félagar geta komið saman og samgleðst án hindrana í þessari einstöku íþrótt

Með vinsemd og virðingu

Stjórn SJÓL

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s