Þorrablót – 17. janúar

Kæru félagar,

Þorrablótið er næst á dagskrá og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst. Skráning fer fram á sjorek@outlook.com. Þegar þið greiðið, er best að senda kvittun eða amk póst á sjorek@outlook.com og láta vita. Endilega bjóðið gestum með ykkur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, kveðja, stjórnin

Landsmót SJÓR 20. – 21. júní


Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á landsmót okkar í sjóstangaveiði á Patreksfirði, 20.–21. júní 2025.

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 13. júní, kl. 20:00

Félagar í SJÓR tilkynni þátttöku til Kjartans formanns í síma 858 6219 eða kjartan.gunnsteins@gmail.com.

Sjá dagskrá á sjol.is.

kv. stjórnin

Kynning á sjóstangaveiði og opið hús – laugardaginn 29. mars.


Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur stendur fyrir kynningu á sjóstangaveiðiíþróttinni og fyrirkomulagi Íslandsmeistamótaráðarinnar í sjóstöng á opnu húsi í félagsheimili félagsins, Höllinni, Grandagarði 18, milli 14:00 og 17:00.

Sýndar verða græjur sem notaðar eru á sjóstöng.  Stangir, hjól, skuð, vesti, slóðar og sökkur sem eru mun grófari, stærri og sterkari.

Sýndar verða myndir af veiðum og aflabrögðum. Spjall, kaffi, kleinur og sætabrauð. 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér sjóstangaveiði. 

kv. stjórnin

Kynningarmót SJÓR – 10 tonn


Kynningarmót SJÓR var haldið laugardaginn 22. mars

Alls voru 20 þátttakendur skráðir á mótið, 10 nýliðar og 10 vanir SJÓR félagar

Farið var úr höfn í Reykjavík kl. 08:00, á 5 bátum og veitt til kl.15:00

Landað var í Reykjavík og var aflinn tæp 10 tonn, stór og fallegur þorskur.

Óhætt er að segja að mótið hafi heppnast vel, veður eins og það gerist best og nýliðar jafnt sem gamlir sjóhundar mjög ánægðir með daginn.

Kótilettukvöld 29. mars

Kótilettukvöld SJÓR verður haldið í Höllinni, Grandagarði 18, laugardaginn 29. mars.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Hver kemur með sín drykkjarföng.
Miðaverð kr. 4.000 (ath. ekki posi á staðnum).
Millifærið á reikning: 515-14-405483, kt. 580269-2149
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 23. mars,
Skráning á sjorek@outlook.com

Kynningarmót SJÓR

Kynningarmót Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 22 mars.

Farið verður á sjó á 4 – 5 bátum frá Reykjavík og Hafnarfirði.

Mæting á bryggju í síðasta lagi kl. 07:30.

Brottför verður kl. 08:00.

Veitt verður til kl. 14:00 og aflanum síðan landað í Reykjavík.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Tilvalið fyrir nýliða að mæta og prófa sportið.

Við getum lánað fólki eitthvað af búnaði.

Skráningarfrestur er til þriðjudags 18. mars.

Skráning á sjorek@outlook.is eða í síma 8586219.

Aðalfundur – Ný stjórn

Aðalfundur SJÓR var haldinn í gær. 16 félagar mættu í pizzu og (óáfengan) bjór. Góð stemming var á fundinum.

Ný stjórn var kosin og kemur Gylfi Ingason nýr inn í stjórnina sem gjaldkeri. Nýja stjórn skipa Kjartan sem formaður, Gylfi gjaldkeri, Marinó ritari, Þorgerður og Gilbert eru meðstjórnendur, og Ágústa og Lúther varamenn.

Meðal annars var töluvert rætt um kynningar- og innanfélagsmót og þá jafn vel að sigla út frá Reykjavík. Skipuð var nefnd um málið.

Nú er sól farin að hækka á lofti og tilvalið að kíkja á græjurnar og brýna önglana.

Aðalfundur SJÓR 20. febrúar 2025

Aðalfundur SJÓR verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Höllinni að Grandagarði 18.

Fundurinn sjálfur hefst stundvíslega kl. 20:00

Á UNDAN FUNDINUM VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ PIZZU FYRIR ÞÁ SEM VILJA OG ER ÞÁ MÆTING KL. 19:00

Við biðjum þá sem ætla að koma í pizzu að láta Gústu vita (gustath@simnet.is)

Dagskrá fundarins skv. 8. grein laga SJÓR:

Dagskrá Aðalfundar:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og ritari.
  3. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar, og hún borin undir atkvæði.
  4. Skýrsla fráfarandi formanns.
  5. Gjaldkeri skýrir reikninga.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kosinn formaður.
  8. Kosnir fjórir menn í stjórn og tveir varamenn.
  9. Kosnir tveir endurskoðendur.
  10. Önnur mál
  1. Félagsgjald.
  2. Breytingar á lögum SJÓL.

Fundi slitið.

Þorrablót – 18. janúar

Kæru félagar,

Þorrablótið er næst á dagskrá og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst. Skráning fer fram á sjorek@outlook.com. Þegar þið greiðið, er best að senda kvittun eða amk póst á sjorek@outlook.com og láta vita. Endilega bjóðið gestum með ykkur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, kveðja, stjórnin