Aðalmót SJÓSKIP

Sjöunda og síðasta aðalmót sumarins verður haldið hjá Sjóskip 19.-20. ágúst

Fimmtudagur 18. ágúst
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 19. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06:00 Siglt á miðin.
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Súpa og kaffi í boði á Fiskmarkaðinum.
Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og í nestiskassa daginn eftir

Laugardagur 20. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu.
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Um skráningu.
Veiðimaður tilkynnir þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl. Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast Sjóskip fyrir kl.20:00 sunnudaginn 14. ágúst

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 og Sigurjón gjaldkera Sjóskips í síma 669-9612 eða senda okkur tölvupóst á sjoskip@sjoskip.is

Aðalmót SJÓAK

Sjötta og næst síðasta aðalmót sumarins verður haldið hjá SjóAk 12.-13. ágúst
Boðið verður uppá eins dags veiði ef næg þáttaka fæst. Þeir sem kjósa eins dags veiði verður úthlutað veiðidegi í samræmi við óskir þeirra ef mögulegt er.
SjóAk mun veita verðlaun fyrir eins dags veiðina.

Þáttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist við mótsetningu.
Innifalið í þáttökugjaldi er miði á lokahófið, Mótsgögn, Nesti í keppni og kaffi við komu í land. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 5.000,-

Fimmtudagur 11. ágúst
Kl. 20:00 Súpa í boði SjóAk að hætti Önnu Bjarkar í Ánni 4. hæð.
Kl. 20:30 Mótssetning í Ánni 4. hæð í Íslandsbankahúsinu, Skipagötu 14 Akureyri.

Föstudagur 12. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni
Aflatölur fyrri dags verða birtar á http://www.sjol.is og í nestiskassa daginn eftir

Laugardagur 13. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni
Kl. 20:00 Húsið opnar fyrir lokahóf SjóAk í Golfskálanum Jaðri Akureyri
Kl. 20:30 Hátíðin sett og borðarhald hefst ásamt verðlaunaafhendingu
Kl. 23:30 Mótsslit. Tónlist dunar áfram ef veiðimenn verða í stuði

Rútuferð á lokahófið
Kl. 18:55 Dalvík
Kl. 19.10 Árskógarsandur (fer kl. 19:20)
Kl. 19:25 Hauganes (fer kl. 19:35)
Kl. 00:30 Rútan fer til baka frá Golfskálanum Jaðri

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags fyrir sunnudaginn 7. ágúst.

Gisting:
Margir gistimöguleikar eru á Akureyri og á Dalvík má helst nefna Vegamót og Fosshótel.
Guðrún og Sigfús munu bjóða uppá að gistingu í tveimur uppsettum fellihýsum með aðgang að heimili þeirra hjóna

Sjól félagar Ak-mót 2016

Kær veiðifélagi og vinur Ólafur Ólafsson er látinn á nítugasta aldursári

Ólafur var fæddur 23.06.1926 og fagnaði 90 ára afmæli ásamt nánustu vinum og fjölskyldu í júní s.l. hann var virkur félagsmaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur um áratuga skeið hans verður sárt saknað af okkur félögunum hjá SJÓR og þökkum við fyrir allar góðu samverustundirnar og veiðiferðirnar sem við áttum saman .
Ólafur lést á Droplaugarstöðum þann 10.07.2016 og hefur útförin farið fram í kyrrþey .

Opið mót SJÓSNÆ

Þá er loksins komið að hinu stórskemmtilega opna móti Sjósnæ sem beðið hefur verið eftir í heilt ár.
(Og mánuði betur)

Reynt verður bjóða upp á eins dags keppni verði því við komið.Vonum bara að veiði og veður verði met besta móti og að við sjáum sem flesta.Kær kveðja stjórn Sjósnæ.

Fimmtudagur 21. júní

kl.20.00  Mótssetning í húsnæði félagsins við Ennisbraut 1 .Súpa og brauð og kaffi.

Föstudagur 22. júní

kl. 05.30   Mæting á bryggju

kl. 06.00   Haldið til veiða frá Ólafsvík

kl. 14.00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.Kaffi í húsnæði Sjósnæ, Ennisbraut 1, þegar komið er í land.

kl.20.00    Farið yfir aflatölur fyrri dags í húsnæði Sjósnæ, Ennisbraut 1

Laugardagur 24. júní

kl. 05.30   Mæting á bryggju

kl. 06.00   Haldið til veiða frá Ólafsvík

kl. 14.00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.  Kaffi í húsnæði Sjósnæ, Ennisbraut 1, þegar komið er í land.

kl. 19.00    Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu á Rifi.

Keppendur: 15.000  kr.

Stakur miði á lokahóf: 5.000 kr.

Innifalið fyrir keppendur:

Mótsgögn • Nesti í keppni • kaffi við komu í land • Miðar í sund • Lokahóf.

Þátttökutilkynningar:

Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi Sunnudaginn 17. júlí nk.
Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína og Jóns B. formanns í s. 891 7825, eða í netfangið haarif
@simnet.is  í síðasta lagi kl. 20 Sunnudaginn 17. júlí nk.

Gistimöguleikar:

Tjaldsvæðið Ólafsvík, sími 436 1543

Nánari upplýsingar:

Ritari Sjósnæ, Gunnar Jónsson s. 895 6616

Sjósnæ: www.sjosnae.is