Þorrablót SJÓR

SJÓR heldur aðeins eitt þorrablót á ári og það vill enginn SJÓR félagi missa af því.

Frábær þorramatur, skemmtiatriði og happadrætti

Þorrablótið verður haldið í félagsheimilinu okkar Höllinni Grandagarði 14 laugardaginn 14. janúar.

Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst 20:00.

Verð 5.000,-

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 10. janúar.
Skráning er á heimasíðu SJÓR á netfanginu sjorek@outlook.com eða í síma 8 600 370

Jólakveðja

Stjórn SJÓR óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra sem og öllu sjóstangaveiði fólki , samstarfsmönnum,skipstjórum í Grundarfirði og Patreksfirði og styrktaraðilum um land allt  gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir allar góðu samverustundirnar á árinu sem er að líða. Hlökkum til að hitta ykkur á nýju veiðiári .

Fyrir hönd stjórnar SJÓR
Elín Snorradóttir Formaður

sjorjol

Sviðaveisla SJÓR

Laugardagskvöldið 5. nóvember verður gott kvöld því þá blæs SJÓR til sinnar bragðgóðu og skemmtilegu sviðaveislu í Höllinni, félagsheimili SJÓR Grandagarði 18.

Veiðifélagar eru eru hvattir til að mæta og njóta góðra veitinga í frábærum félagsskap.

Borðhald hefst kl. 20:00
Aðgangur  3.500

Vinsamlegast skráið þátttöku á heimasíðu SJÓR https://sjorek.is/vidburdir/ eða í netfangið sjorek@outlook.com

svid