Innanfélagsmótið í Grindavík, 28.7.

Þessir keppendur hafa skráð sig á innanfélagsmótið í Grindavík:

Smári Jónsson, SJÓR
Björn Júlíusson, SJÓR
Gilbert Ó. Guðjónsson, SJÓR
Þorsteinn Einarsson, SJÓR
Hannes Einarsson, SJÓR
Hersir Gíslason, SJÓR
Anton Örn Kærnested SJÓR
Lúther Einarsson, SJÓR
Sæbjörn Kristjánsson, SJÓR
Ágústa S. Þórðardóttir, SJÓR
Gunnar Jónsson, SJÓSNÆ
Baldvin Baldvinsson, SJÓAK

Gestir:
Eiríkur Haraldsson
Marinó Njálsson
Ísleifur Arnarson

Minnum á Opið hús, þriðjudaginn 24. júlí.

Stjórn Sjór.

Innanfélagsmótið áætlað 28. júlí, í Grindavík

Við látum ekki deigan síga og gerum heiðarlega tilraun til að halda innanfélagsmót 28. júlí. Eins og fyrr var auglýst, verður farið frá Grindavík.

Mótsgaldið: 7.000 kr.
Aukamiði á lokahóf: 5.000 kr.
Veiðitími: Kl. 06:00–13:00.

Skráningarfrestur: Til miðnættis 18. júlí.
Skráning á vefnum okkar (sjorek.is) og með email (sjorek@outlook.com)

Hvetjum þátttakendur til að taka með sér gesti á mótið.

Dagskrá verður auglýst nánar, þegar nær dregur.

Kveðja, stjórn SJÓR

Aðalmót SJÓNES, 20.–21. júlí

Kæru veiðifélagar,
þá er komið að Sjóstangaveiðimóti Sjónes sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Fimmtudagur 19. júlí.

 • Mótið verður sett og mótsgögn afhent kl. 20:00 í Beituskúrnum.
 • Matarmikil íslensk kjötsúpa, brauð og kaffi í boði Sjónes.

Föstudagur 20. júlí.

 • Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00.
 • Kaffi og brauð á bryggjunni.
 • Frítt í sund báða daganna.
 • Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

Laugardagur 21. júlí.

 • Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.
 • Kl 14:00 Tekið verður á móti keppendum, mökum og skipstjórum, með kaffi og kökum á löndunarstað við vigtarskúrinn.
 • Kl. 19:00 opnar Hótel Hildibrand kl 20:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð, og verðlaunaafhending.

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000 kr. og innifalið miði á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð. 

Gistimöguleikar:

 • Tónspil herbergi – Sími 477 1580 og 894 1580 – Pétur.
 • Hótel Edda – Sími 444 4000.
 • Hótel Capitano – Sími 477 1800 – Sveinn.
 • Gistihúsið Siggi Nobb – Sími 477 1800 – Sveinn.
 • Hildibrand Hótel – Sími 865 5868 – hildibrand@hildibrand.com
 • Gistheimilið við lækinn – Sími 477 2020

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi miðvikudaginn 11. júlí.

Matthías – sími: 477 1663 og 848 7259

Kári – sími: 477 1512 og 859 1066

http://sjones.123.is/blog/2018/06/27/780606/

SJÓR á Patró; rauðsprettumet og önnur úrslit

20180622_174858
Um síðustu helgi var haldið aðalmót SJÓR á Patreksfirði.  Fyrri daginn var hvasst og var eingöngu veitt inn á firðinum en seinni daginn var ágætis veður.
Í mótinu tóku þátt 29 veiðimenn og keppt var á 8 bátum.
Aflahæsti karl: Kristbjörn Rafnsson með 561 kg.
Aflahæsta kona: Ágústa S. Þórðardóttir með 445 kg.
Aflahæsti skipstjóri: Einar Helgason á Kolgu, meðalveiði á stöng hjá honum var 486 kg.
Á mótinu veiddust alls 7 tegundir. Gilbert Ó. Guðjónsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir flestar tegundir sem voru 5 talsins. Einnig veiddi Gildbert stærstu rauðsprettu mótsins sem var 2,05 kg sem jafnframt var nýtt met í mótum SJÓL en gamla metið var 2,00 kg.
Úrslit mótsins er að finna á heimasíðu sjól http://52.51.23.143/x/pCmp?c=199
20180623_150738