Kótelettukvöld SJÓR

Kótelettukvöld Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið í Höllinni Grandagarði 18, laugardaginn 11. mars.

Kótelettumeistarar félagsins munu reiða fram glæsilega veislu af sinni alkunnu snilld.

Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti sem þeir vilja kynna fyrir félaginu.

Húsið opnar kl 18:00 og borðhald hefst kl 19:00.

Veislan kostar aðeins kt. 3.000,- á mann og drykkir á sanngjörnu SJÓR verði.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 7. mars.
Skráning er á skráningarsíðu á heimasíðu SJÓR á netfangið sjorek@outlook.com

Þorrablót SJÓR

SJÓR heldur aðeins eitt þorrablót á ári og það vill enginn SJÓR félagi missa af því.

Frábær þorramatur, skemmtiatriði og happadrætti

Þorrablótið verður haldið í félagsheimilinu okkar Höllinni Grandagarði 14 laugardaginn 14. janúar.

Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst 20:00.

Verð 5.000,-

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 10. janúar.
Skráning er á heimasíðu SJÓR á netfanginu sjorek@outlook.com eða í síma 8 600 370

Jólakveðja

Stjórn SJÓR óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra sem og öllu sjóstangaveiði fólki , samstarfsmönnum,skipstjórum í Grundarfirði og Patreksfirði og styrktaraðilum um land allt  gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir allar góðu samverustundirnar á árinu sem er að líða. Hlökkum til að hitta ykkur á nýju veiðiári .

Fyrir hönd stjórnar SJÓR
Elín Snorradóttir Formaður

sjorjol