Þorrablót 1. febrúar

Thorrablot-2020

Kæru félagar og aðrir velunnarar SJÓR.

Nú styttist þorrablótið og ekki seinna vænna að skrá sig. Eins og venjulega verður fjörugt happdrætti með glæsilegum vinningum. Hvetjum félagsmenn til að taka með sér gesti.

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst um kl. 20.
Miðaverð: 6.000 kr.
Gosdrykkir verða í boði en einnig verður barinn opinn, svo er hverjum frjálst að koma með eigin drykkjarföng.

Skráðu þig …
Nota skráningarformið á http://www.sjorek.is (efst á síðunni)
Email: sjorek@outlook.com
Senda SMS á ritara SJÓR: 893 4034 Ágústa

SKRÁNINGU LÝKUR AÐ KVÖLDI 28. JANÚAR

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest – helst öll!

Kveðja, stjórn SJÓR

Þorrablótið, 1. febrúar

Kæru félagar og aðrir velunnarar,

þorrablótið verður haldið 1. febrúar og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur en við viljum endilega hvetja
félagsmenn til að taka með sér gesti.
Við lofum skemmtilegu kvöldi með góðum mat 🙂

Kveðja, stjórn SJÓR

Góður árangur SJÓR-liða á SJÓAK

Það heppnaðist vel, aðalmót SJÓAK, þrátt fyrir frekar hryssingslegt veður.

SJÓR-liðum gekk ljómandi vel og það er gaman að geta sagt frá því að sú sem var Aflahæsta konan OG Aflahæsti keppandinn OG Keppandi með flesta fiska OG með stærstu Ýsuna – var Elín Snorradóttir, fyrrum formaður SJÓR og núverandi formaður SJÓL. Hún gerði sér lítið fyrir og vippaði upp 501 fiski sem vógu samtals 1.141,82 kg.

SJÓR var með tvær sveitir og önnur þeirra sigraði sveitakeppnina sem var virkilega skemmtilegt. Hana skipuðu: Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson, Smári Jónsson og Lúther Einarsson. Hin sveitin lenti í 5. sæti sem er ágætt m.v. að í keppninni voru 9 sveitir.

Gilbert Ó. Guðjónsson fékk flestar tegundir, 7 tegundir samtals.
Lúther Einarsson fékk stærsta Sandkolann.

Við þökkum SJÓAK kærlega fyrir góða keppni og skemmtilegar samverustundir.

Sjáumst á SIGLÓ! Kveðja, stjórn SJÓR