Kær félagi, Þóroddur Gissurarson, er látinn

Þóroddur Gissurarson, félagi okkar í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur, lést 15. október sl. Það voru ófá aðalmótin þar sem Þóroddur tók þátt sem skipstjóri og þau voru mörg árin, þar sem við nutum bæði reynslu hans og dugnaðar.

Stjórn félagsins þakkar honum af heilhug fyrir samfylgdina. Fjölskyldu og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. 

Lokahófi SJÓL frestað til 5. des.

(Tilkynning frá SJÓL):

Á fundi stjórnar SJÓL var farið yfir stöðuna varðandi boðað lokahóf sem til stóð að halda 24. október næstkomandi og niðurstaðan varð sú að fresta hófinu til 5. desember í þeirri von að Covid-19 faraldurinn verði kominn á það stig að unnt verði að halda hefðbundið lokahóf.

Að þessu sögðu mun stjórn SJÓL áfram fylgjast með stöðu mála og staðfesta endanlega hvort dagsetningin standi um að halda lokahófið 5. desember næstkomandi.

SJÓL mun því gefa út eigi síðar en 9. nóvember um endanlega ákvörðun hvort sett dagsetning standi eða hvort grípa þurfi til annarra ráðstafanna

Virðingarfyllst
Stjórn SJÓL

Lokahóf SJÓL 24. október – ef Covid leyfir

https://sjolstjorn.wordpress.com/2020/09/18/lokahof-sjol-24-oktober-2020/

Kæru félagsmenn, vinir og vandamenn

Nú fer SJÓL að hefja undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið

Óvissan er enn mikil í tengslum við Covid-19 og þær takmarkanir sem okku eru settar hverju sinni, að því sögðu þá vonum við það besta en gerum okkur grein fyrir því að mögulega þarf að aðlaga lokahófið að þeim leikreglum sem okkur verða settar

Til að geta haft tilfinningu fyrir því hversu margir hafa hug á að mæta þá óskum við eftir því að félagsmenn tilkynni sínum formanni sem fyrst um þáttöku á lokahófið

Þegar nær dregur munum við birta nánari upplýsingar en gera má ráð fyrir samskonar fyrirkomulagi og áður

Lokahófið verður haldið laugardaginn 24. október í Höllinni, Grandagarði 18 Rvk

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Tilkynning frá SJÓSIGL

Ágætu vinir og veiðifélagar

Þar sem veðurspá helgarinnar bíður engan veginn uppá sjóstangaveiði þurfum við að aflýsa aðalmóti Sjósigl sem halda átti nú um helgina

Veiðitímabilinu er nú senn að ljúka og ekki er séð fram á að mögulegt verði að fresta mótinu um viku, en ef slíkt tækifæri gefst verður haft samband við þá aðila sem fyrir voru skráðir á mótið

Sjósigl vill þakka öllum þeim sem höfðu skráð sig í keppnina sem var framar okkar björtustu vonum en Kári gamli er því miður ekki í stuði fyrir að veita okkur smá blíðu

Með vinsemd og virðingu,
Hallgrímur Smári. Formaður Sjósigl.

Næsta mót: SJÓSIGL 18. og 19. sep.

Tilkynning frá SJÓSIGL:
——————————
Aðalmót Sjósigl 2020 verður haldið 18.–19. september.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar en mótið mun fara fram með svipuðum hætti og var hjá SjóAk.

Skráningu líkur 11. september kl. 20.
Senda þarf skráningu á sinn formann sem mun svo senda skráninguna á okkur.

Kv Hallgrímur Smári formaður SjóSigl

Tilkynning frá SJÓAK

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Ákveðið hefur verið eftir miklar vangaveltur að halda aðalmót SjóAk dagana 28.-29. ágúst.

Ljóst er að öll umgjörð um þetta mót verður með allt öðru móti en við eigum að venjast og verða reglur og fleira sett upp þegar nær dregur.

Auðvitað vitum við að þetta er skammur fyrirvari en hefur þó legið í loftinu að ef halda ætti mót þá yrði það svona eftir allt það sem á undan er gengið.

Það sem skiptir máli núna er að hafa hraðar hendur og skrá sig á mótið eins og venjulega til ykkar formanns sem svo sendir undirrituðum skráninguna á sigfus@framtal.com og/eða 896-3277 SEM ALLRA FYRST EKKI SEINNA EN LAUGARDAGINN 22.ÁGÚST KLUKKAN 20:00.

Það er ljóst að ef reglur verða hertar í millitíðinn af þríeykinu okkar þá geta orðið breytingar á.

Með veiðikveðju.
F.h. stjórnar SjóAk.
Sigfús Karlsson, formaður.

Tilkynning frá SJÓAK

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Stjórn SjóAk ákvað í dag eftir samráð við ráðgjafa félagsins sem átti samskipti við heilbrigðisráðuneytið, að leggja til við stjórn Sjól að fresta aðalmóti SjóAk 2020.

Í tölvupósti frá lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu sem við fengum í gærkvöldi kom þetta fram:

“Ráðuneytið vísar til erindis Sjóstangveiðifélags Akureyrar frá 6. ágúst 2020, um sjóstangveiðimót 14. og 15. ágúst.

Á það er bent að auglýsing sú sem nú gildir um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar, nr. 758/2020, gildir til og með 13. ágúst. Ný auglýsing hefur ekki verið kynnt þannig að reglurnar liggja ekki fyrir sem gilda munu þegar mótið ykkar verður haldið. Að svo stöddu er því ekki unnt að svara erindinu nema að takmörkuðu leyti.

Í erindi ykkar er því lýst að ekki sé unnt að virða ákvæði 4. gr. auglýsingarinnar á bátunum. Ljóst er að ef ákvæðið um 2 metra nálægðartakmörkun verður áfram óbreytt í gildi verður ekki unnt að fallast á undanþágubeiðni er lýtur að 2 m reglu í bátunum þar sem það fellur ekki undir undanþáguákvæðið eins og það er nú í 8. gr. auglýsingarinnar, en það kveður á um að ráðherra geti veitt undanþágu frá takmörkun á samkomum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Þrátt fyrir að bent hafi verið á að unnt sé að nota andlitsgrímur þá á það aðeins við ef þar sem starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en 2 metra, sbr. 2. mgr. 4. gr., en það á ekki við í tilviki sjóstangveiðimóts.”

 

Við höfðum samband við skipstjórana okkar sem voru búnir að melda sig inn í mótið og voru þeir farnir að týna tölunni vegna Covid-19 og við hefðum aldrei getað uppfyllt það að hafa tvo keppendur á bát til að reyna að uppfylla tveggja metra regluna og jafnvel ekki komið fyrir þeim keppendum sem þó eru í harðri keppni til íslandsmeistara og vildu koma, enda skekkir það svolítið stöðuna.

Við þessa ákvörðun verður því miður ekki hjá komist 

Þetta er staðan í dag kæra sjóstangaveiðifólk.

Með veiðikveðju.
F.h. stjórnar SjóAk.
Sigfús Karlsson, formaður.