Íslandsmeistarar SJÓL 2021 og aðrir verðlaunahafar

Skrifað 4. desember, 2021 – Höfundur: Sjól

Í dag afhenti formaður SJÓL í félagsheimili Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur (Höllinni) verðlaun og krýndi nýja íslandsmeistara 20021 fyrir Aðalmót sumarsins. 

Haldin voru 6 mót af 8 mögulegum. Engin íslandsmet voru sleginn þetta sumarið en hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar í flipanum „íslandsmeistari“ á heimasíðunni okkar eins eru þar upplýsingar um stærstu fiskar pr. tegund ofl.

Breytingar tóku gildi á verðlaunum frá Sjól og eru þær þannig að núna eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta veiði- mann og konu, Ísfell lagði til tvo farandsbikara sem taka við þeim sem fyrir var og sendum við þeim kærar þakkir fyrir framlagið. Hin breytingin er að framvegis eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og fær aflahæsti skipstjórinn einnig veglegt úr að gjöf frá Gilberti Ó. Guðjónssyni og sendum við Gilberti sérstakar þakkir fyrir framlagið.

SJÓL sendir þeim Jóni Einarssyni og Beatu Makillu innilegar hamingjuóskir með íslandsmeistaratitilinn sem og þeim sem unnu til annarra verðlauna fyrir frábæran afrakstur sumarið 2021.

Íslandsmeistari Karla
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Wojciech M. Kwiatkowski, SJÓSNÆ

Íslandsmeistari Kvenna
1. Beata Makilla, SJÓSNÆ
2. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK

Aflahæsti karl
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Kristbjörn Rafnsson, SJÓSNÆ

Aflahæsta kona
1. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
2. Dröfn Arnadóttir, SJÓR
3. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SJÓSIGL

Aflahæsti skipstjórinn
1. Pétur Sigurðsson, SÆRÚN
2. Viktor Sverrisson, SÆDÍS
3. Leiknir Kristjánsson, PÍLA

Flestar fisktegundir
1. Arnar Eyþórsson, SJÓSKIP
2. Gilbert Guðjónsson, SJÓR
3. Jón Einarsson, SJÓSNÆ

Stærsti Fiskurinn
1. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK
2. Smári Jónsson, SJÓR
3. Baldvin S. Baldvinsson, SJÓAK

Lokahóf SJÓL verður haldið 4.desember 2021

Ágætu félagar og aðstandendur.

Stjórn SJÓL hafði áður gefið út að lokahóf sjóstangaveiðifélaga yrði haldið 30. október en nú hefur komið í ljós að ekki er unnt að koma því á laggirnar á óbreyttum tíma.

Stjórn SJÓL hefur því gefið út nýja dagsetningu fyrir lokahóf félagana og er nýja dagsetning laugardagurinn 4. desember. Veislan verður haldin í Höllinni líkt og fyrri ár.

Nánari upplýsingar verða tilkynntar á næstu vikum.

Bestu kveðjur,
Stjórn SJÓL

Aðalmót Sjóve 2021 fellt niður

Tilkynning frá SJÓL/SJÓVE:

Kæru félagsmenn, stjórn Sjóve hefur tilkynn til Sjól að þeir muni ekki geta haldið Aðalmót í september. Áherslan núna hjá Sjóve er að halda Innanfélagsmót áður en tímabilið lokast.

Niðurstaðan er þá þannig að mótshald sem telur til íslandsmeistara Sjól er lokið fyrir árið 2021. Stjórn Sjól þakkar öllum þeim sem komu að mótum sumarsins.

Andlátsfregn

Okkur þykir sárt að tilkynna að kær félagi okkar, Jón Þór Guðmundsson, er látinn. SJÓR kveður með trega þennan viðkunnanlega og glaðlega félaga með glettnislegu augun. Jón Þór var öflugur veiðimaður og hafði brennandi áhuga, bæði á veiðinni sjálfri og ekki síður að taka þátt í viðburðum á vegum SJÓR. Hann var ósérhlífinn og duglegur þegar kom að því að rétta hjálparhönd í hvers kyns undirbúningi. SJÓR sendir fjölskyldu og öðrum aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og þakkar Jóni af heilum hug fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Þá ætti seinasta mótinu að vera lokið á þessu skrýtna sumri en tvö aðalmót hafa enn ekki verið haldin, SJÓVE og SJÓSKIP. Enn er samt möguleiki á að þau fari fram.

Árangur SJÓR-félaga var fínn, misjafn eins og gengur og gerist – það eru ekki allir í stuði öllum stundum 🙂

Til gamans tók ég saman árangur hjá félögunum sem fóru á mót og það er engum blöðum um það að fletta; verðlaunakóngurinn er Gilbert 🙂

Annars er röðin bara eins og þetta skrifaðist upp eftir mótaröðinni.

Gilbert Ó. Guðjónsson
Stærsti þorskur (SJÓSNÆ) • 13,620 kg
Stærsti fiskur móts (SJÓSNÆ) • 13,620 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓNES) • 544,24 kg
Stærsta ýsa (SJÓAK) • 3,900 kg
Stærsti skarkoli (SJÓAK) • 1,110 kg
Flestar tegundir (SJÓSIGL) • 6 teg.
Stærsta ýsa (SJÓSIGL) • 1,920 kg
Stærsti sandkoli (SJÓSIGL) • 0,520 kg

Kjartan Gunnsteinsson
Stærsti ufsi (SJÓSNÆ) • 6,230 kg
Aflahæsti karl (SJÓR) • 651 kg

Sæbjörn Kristjánsson
Stærsti steinbítur (SJÓSNÆ) • 2,370 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 160,59 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓNES) • 571,69

Svavar Svavarsson
2. aflahæsti karl (SJÓR) • 618,79 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 618,79 kg

Elín Snorradóttir
Aflahæsta kona (SJÓR) • 463,51 kg

Dröfn Árnadóttir
2. aflahæsta kona (SJÓR) • 461,47 kg
Aflahæsta kona (SJÓÍS) • 548,40 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓÍS) • 548,40 kg
Stærsta lýsa (SJÓAK) • 1,300 kg
Stærsti makríll (SJÓAK) • 0,590 kg

Kristján Tryggvason
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 493 kg

Gylfi Ingason
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 315,23

Gísli Már Gíslason
Stærsti þorskur (SJÓÍS) • 10,660 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓÍS) • 444,79 kg

Smári Jónsson
1. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 416,52 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓÍS) • 628,37 kg
Stærsta keila (SJÓNES) • 3,290 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓNES) • 742,31
Stærsti þorskur (SJÓAK) • 20,350 kg
Stærsti fiskur móts (SJÓAK) • 20,350 kg

Lúther Einarsson
3. sæti aflahæsti karl (SJÓNES) • 804,02 kg
2. sæti sveitaverðlaun (SJÓNES) • 804,02 kg

Björn Júlíusson
1. sæti sveitaverðlaun (SJÓR) • 322,00 kg

Næst seinasta móti sumarsins lokið

Aðalmót SJÓAK var haldið um helgina og var farið frá Dalvík skv. venju. Gott veður var báða dagana og mun betra en búið var að spá á laugardeginum.

Keppendum SJÓR gekk vel í tegundaveiðinni;

Smári Jónsson fékk stærsta þorskinn, hann vóg 20,350 kg.
Smári Jónsson var með stærsta fiskinn sem var þorskurinn hans, 20,350 kg.

Dröfn Árnadóttir fékk stærstu lýsuna, 1,300 kg
Dröfn Árnadóttir var með stærsta makrílinn, 0,590 kg

Gilbert Ó. Guðjónsson fékk stærsta skarkolann, 1,110 kg
Gilbert Ó. Guðjónsson veiddi stærstu ýsuna, 3,900 kg

SJÓR þakkar mótshöldurum kærlega fyrir sig og öllum þáttakendum fyrir samveruna.

AÐALMÓT SJÓAK 13.–14. ÁGÚST 2021

Ágæti veiðifélagi

Þá er komið að aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til íslandsmeistara 2021. Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2021. Spennan í Íslandsmótinu er í algleymingi og nú fer hver að verða síðastur að safna stigum. Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum.

Fimmtudagur 12. ágúst 2021
Kl. 20:00 Húsið opnar, Fjölsmiðjan, Furuvellir 13 gómsæt næring og mótsgögn afhending

Föstudagur 13. ágúst 2021
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn.
Kl. 14:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni.

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, http://www.sjol.is og á bryggjunni morguninn eftir ☺

Laugardagur 14. ágúst 2021
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn.
Kl. 14:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt affi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni.

Lokahóf SjóAk á Vitanum
Kl. 20:00 Húsið opnar.
Kl. 20:30 Hátíðin sett.
Kl. 20:40 Borðhald hefst.
– Verðlaunaafhending hjá SjóAk.
– Heiðursveitingar SjóAk.
– Mótsslit.

Mótsgjald er 15.000 kr. og innifalinn er einn miði á lokahófið. Aukamiði á lokahóf kostar 5.000 kr.

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 4. ágúst 2021.

Ef þið vildu einnig tilkynna hvort þið komið á lokahóf væri það einnig vel þegið 😉

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.

Gisting:
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum. http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur
Gistimöguleikar á Dalvík eru: http://www.visittrollaskagi.is/is/afthreying#dalvikurbyggd-1

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari.

Rúta:
Rúta á lokahóf frá Dalvík kl. 18:55 á Árskógssandi kl. 19:10 (fer 19:20) og á Hauganesi kl. 19:25 (fer 19:35). Rútan fer til baka kl. 00:00.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Stjórn SjóAk.

SJÓNES 16. og 17. júlí

Kæru veiðifélagar

Þá er komið að  Sjóstangaveiðimóti Sjónes sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Fimmtudagur 15. júlí
Mótið verður sett og mótsgögn afhent  kl. 20:00. í Hótel Cliff.
Matarmikil súpa og brauð  í boði Sjónes.
Frítt í sund báða daganna

Föstudagur 16. júlí
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00.  
Kl. 14: 30 Kaffi og brauð á bryggjunni.  
Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

Laugardagur 17. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.
Boðið verður uppá makaferð kl 9:00.
Kl  13:30  Tekið verður á móti keppendum, mökum,og  skipstjórum,  með kaffi,og brauði á löndunar stað við vigtarskúrinn.   
Kl. 19:30  opnar Hótel Cliff   kl 20:00  hefst lokahófið með þriggja rétta  veislumáltíð, og verðlaunaafhending.
Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000.- krónur,  og innifalið miði  á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.

ATHUGIÐ:
Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.            

Gistimöguleikar
Tónspil herbergi                         Sími     477 1580 – 894 1580   Pétur.
Hótel Cliff                                  Sími    865  5868 – hildibrand@hildibrand.com
Hótel Capitano                           Sími    477 1800 – Sveinn
Gistihúsið Siggi Nobb:              Sími    477 1800 – Sveinn
Hildibrand Hótel                        Sími    865  5868 – hildibrand@hildibrand.com                           
Skorrahestar Norðfjarðarsveit  Sími      477 1736 – 848 1990

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi föstudaginn 9. júlí.

Matthías ( sími: 477 1663 , 848 7259 )    Kári  (sími 860 7112 )