Kótelettukvöldið verður ekki (í bráð a.m.k.)

Kæru félagar.
 
Stjórnin hafði ákveðið að halda kótelettukvöldið þann 18. apríl. Við vorum ekki búin að auglýsa það sérstaklega, en okkur þykir rétt að aflýsa því bara formlega svo enginn velkist í vafa.
 
Við sendum þér og þínum óskir um að allt gangi vel og að allir séu hraustir.
 
Bestu kveðjur, stjórn SJÓR

Skráningu fyrir aðalmót SJÓSKIP lýkur 20. mars

Kæru félagar,

Seinasti skráningardagur fyrir SJÓSKIP er föstudagurinn 20. mars.
Sendið email á sjorek@outlook.com eða hringið í 893 4034, betra er fyrr en seinna.

Þessir keppendur eru skráðir núna:
Guðjón Hlöðversson
Marinó Njálsson
Pálmar Einarsson
Elín Snorradóttir
Lúther Einarsson
Kjartan Gunnsteinsson
Gilbert Ó. Guðjónsson

Kveðja, Ágústa

Aðalmót SJÓVE 24.–25. apríl

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja tilkynnir næsta aðalmót ársins

Fimmudagur 23. apríl
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 24. apríl
Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 15.30 Löndun, hressing og fjör
Kl. 20.00 Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve

Laugardagur 25. apríl
Kl. 05.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20.00 Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald er Kr 15.000.-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur : Mótsgögn og gott skap. Kaffi og eða súpa við komuna í land á laugardag. Einn miði á lokahóf. Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Lokaskráning er föstudaginn 17. apríl, kl. 20:00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna okkur ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve www.sjove.is

Nánari upplýngar 
Formaður. Guðjón Örn Sigtryggson sími: 867 8490
Gjaldkeri. Ævar Þórisson sími: 896 8803

Fyrsta mót sumarsins framundan

Kæru félagar,
það eru undarlegir tímar núna og daglegt líf farið úr skorðum hjá velflestum.
Þá er aldrei mikilvægara en áður að gera eitthvað skemmtilegt og halda settu striki eins og hægt er.

Hér kemur dagskráin að fyrsta móti sumarsins – hjá SJÓSKIP. Skiljanlega er þetta með öðru móti en venjulega og lokahófi og verðlaunaafhendingu er frestað í bili. En það er enginn sem bannar okkur að veiða fisk 🙂

Microsoft Word - Aðalmót Sjóskips 2020.docx

Ný stjórn

Kæru félagar, á aðalfundinum 27. feb. s.l. tók við ný stjórn.

Hana skipa:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður
Kjartan Gunnsteinsson, varaformaður
Lúther Einarsson, gjaldkeri
Pálmar Einarsson, ritari
Elín Snorradóttir, meðstjórnandi

Gilbert Ó. Guðjónsson, varamaður
Einar Lúthersson, varamaður

Kveðja, stjórn SJÓR