Góður árangur SJÓR-liða á SJÓAK

Það heppnaðist vel, aðalmót SJÓAK, þrátt fyrir frekar hryssingslegt veður.

SJÓR-liðum gekk ljómandi vel og það er gaman að geta sagt frá því að sú sem var Aflahæsta konan OG Aflahæsti keppandinn OG Keppandi með flesta fiska OG með stærstu Ýsuna – var Elín Snorradóttir, fyrrum formaður SJÓR og núverandi formaður SJÓL. Hún gerði sér lítið fyrir og vippaði upp 501 fiski sem vógu samtals 1.141,82 kg.

SJÓR var með tvær sveitir og önnur þeirra sigraði sveitakeppnina sem var virkilega skemmtilegt. Hana skipuðu: Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson, Smári Jónsson og Lúther Einarsson. Hin sveitin lenti í 5. sæti sem er ágætt m.v. að í keppninni voru 9 sveitir.

Gilbert Ó. Guðjónsson fékk flestar tegundir, 7 tegundir samtals.
Lúther Einarsson fékk stærsta Sandkolann.

Við þökkum SJÓAK kærlega fyrir góða keppni og skemmtilegar samverustundir.

Sjáumst á SIGLÓ! Kveðja, stjórn SJÓR

Afmælismóti SJÓNES lokið

Flottu afmælishófi SJÓNES er lokið og SJÓR getur verið stolt af sínum keppendum.

Við fengum verðlaun fyrir:
Aflahæsta karl (Lúther Einarsson)
Aflahæstu sveitina (Lúther Einarsson, Kjartan Gunnsteinsson, Smári Jónsson Ingvi Þór Hjaltason)
Flestar tegundir (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu og einu skrápflúruna (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu síldina (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu keiluna (Smári Jónsson)
Stærsta ufsinn (Smári Jónsson)
Stærstu ýsuna (Guðjón Hlöðversson)

Við þökkum SJÓNES kærlega fyrir skemmtilegt mót.

Meðfylgjandi eru „nokkrar myndir“ 🙂

Skemmtilegu aðalmóti lokið

Nú er aðalmótinu okkar lokið og við þökkum keppendum, skipstjórum og öllum þeim, sem komu með einum eða öðrum hætti að mótshaldinu, fyrir frábæra helgi. Ekki síst veðurguðunum sem voru okkur afar hliðhollir.

Því miður urðu mistök í skráningu afla sem ollu því að ekki var hægt að birta aflatölur strax. Við biðjumst velvirðingar á því en þær eru aðgengilegar hér með.

Helstu verðlaun féllu svona:

Aflahæsti karl:
Pétur Sigurðsson SJÓAK – 1.290 kg

Aflahæsta kona:
Dröfn Árnadóttir SJÓR – 602 kg

Flestar tegundir:
Ingvi Þ. Hjaltason SJÓR – 4 tegundir, meðalþ.: 4,4947 kg

Stærsti fiskur:
Pawel Kuznia SJÓSNÆ – 21,180 kg þorskur

Aflahæsti áhöfnin var á Kolgu BA-70 með rúmlega 865 kg meðal á stöng
• Pétur Sigurðsson SJÓAK
• Björn Júlíusson SJÓR
• Sæbjörn Kristjánsson SJÓR
Skipstjóri: Einar Helgason

Kveðja, stjórn SJÓR