
Greinasafn eftir: sjorek2014
Kótilettukvöld 31 mars – ATH. breytt dagsetning
Aðalfundur SJÓR
Fundurinn var haldinn í gær kl. 20. Það var fámennt en góðmennt og hann gekk fljótt og vel fyrir sig með hefðbundinni aðalfundardagskrá.
Fundarstjóri var Svavar Svavarsson og fundarritari var Marinó Njálsson.
Formaður fór yfir starfsemi seinasta árs og árangur SJÓR-félaga í mótum sumarsins, ásamt árangri í Íslandsmeistarakeppninni.
Gjaldkeri fór yfir reikninga.
SJÓVE
Keppendur frá SJÓR voru 2: Sæbjörn og Lúther
Stærsti gullkarfi: Sæbjörn, 1,800 kg
SJÓSKIP
Keppendur frá SJÓR voru 12: Lúther, Hersir, Marinó, Smári, Steinar Kaaber, Hannes, Guðjón Hlöðvers, Ingvi Þór, Gísli Már, Dröfn, Sæbjörn og Gylfi Ingason
Stærsti ufsi: Ingvi Þór, 7,975 kg
Stærsti sandkoli: Gísli M. Gíslason, 0,770 kg
SJÓSNÆ
Keppendur frá SJÓR voru 4: Gilli, Hersir, Smári og Sæbjörn
Aflahæsti karl, 2. sætið: Hersir, 847,33 kg
Stærsti ufsi: , 13,520 kg
SJÓR
Keppendur frá SJÓR voru 10: Gilli, Kjartan, Lúther, Marinó, Einar Helga, Guðbjartur, Bjössi, Sæbjörn, Hannes Einars og Smári
Aflahæsti karl 1. sæti: Lúther Einarsson 512,50 kg
Aflahæsti karl 2. sæti: Björn Júlíusson 505,69 kg
Aflahæsti karl 3. sæti: Guðbjartur Gissurarson 390,70 kg
Flestir fiskar: Lúther Einarsson 224 fiskar
Flestar tegundir: Gilbert Ó. Guðjónsson 4 tegundir
Stærsti þorskur: Gilbert Ó. Guðjónsson 20,990 kg
Stærsti ufsi: Björn Júlíusson 9,690 kg
Stærsti steinbítur: Guðbjartur Gissurarson 4,260 kg
Stærsti sandkoli: Sæbjörn Kristjánsson 0,490 kg
Stærsti fiskur: Gilbert Ó. Guðjónsson 20,990 kg
SJÓNES
Keppendur frá SJÓR voru 4: Lúther, Sæbjörn, Gilli og Smári
Stærsti þorskur: Smári Jónsson 18,690 kg
Stærta keila: Lúther Einarsson 5,985 kg
Stærsti fiskur móts: Smári Jónsson 18,690 kg
SJÓSIGL
Keppendur frá SJÓR voru 4: Sæbjörn, Bjössi, Kjartan og Lúther
Stærsti makríll: Kjartan Gunnsteinsson 0,700 kg
SJÓAK
Keppendur frá SJÓR voru 4: Lúther, Smári, Sæbjörn og Gilli
SVEITAKEPPNIR
Sveit frá SJÓR var einu sinni í 1. sæti og fjórum sinnum í 2. sæti,
TONNAKLÚBBURINN
Enginn félagsmaður fór yfir tonnið að þessu sinni
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN
Íslandsmeistari, 2. sæti: Lúther Einarsson 711 stig
Aflahæsti keppandi, 1. sæti: Lúther Einarsson 2.741 kg
Stærsti ufsi Smári Jónsson 13,520 kg
Stærsti makríll Kjartan Gunnsteins. 0,700 kg
Stærsti sandkoli Gísli M. Gíslason 0,770 kg
AÐALFUNDUR SJÓR, 23. FEBRÚAR 2022, KL. 20:00
Þorrablót

Kæru félagar
Það er komið að okkar árlega þorrablóti. Eins og segir í meðfylgjandi auglýsingu verður það haldið laugardaginn 28. janúar og hér koma helstu upplýsingar:
Boðið verður uppá hefbundinn þorramat frá Múlakaffi og honum fylgir einnig heitt saltkjöt með kartöflum og uppstúf. Ef einhver(jir) hafa aðrar óskir þá er um að gera að koma þeim á framfæri og við gerum okkar besta til að verða við því.
Við mælumst til að gestir komi með drykkjarföng að eigin vali en við verðum með bjór og léttvín á barnum ef þarf. Gosdrykkir verða í boði hússins. Minnum á að ekki verður posi á staðnum en hægt verður að sjálfsögðu að greiða með peningum og síðan er ekkert mál að millifæra á staðnum í símanum 🙂
Miðaverð er 6.500 kr.
Skráningu lýkur að kvöldi dags 18. janúar og í kjölfar þess að þið skráið ykkur, viljum við biðja ykkur um að millifæra andvirði miðans, 6.500 kr., á 515-14-405483, kt. 580269-2149.
Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.
Við hvetjum félagsmenn, nýrri sem eldri, til að fjölmenna og eiga góða kvöldstund með félögunum. Munið að félagið eru þið og ykkar þátttaka í viðburðum sem þessum skiptir sköpum fyrir félagið og andann. Um að gera að taka gesti með. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja, stjórnin
Aðalmót SJÓAK á Dalvík
Aðalmót SjóAk 12.-13. ágúst 2022
Ágæti veiðifélagi
Þá er komið að aðalmóti SjóAk.
Tekið er við skráningu SJÓR-félaga á sjorek@outlook.com í síðasta lagi miðvikudaginn 3. ágúst.
Sjá nánar á heimasíðu SJÓL.
Aðalmót SJÓNES 14.–16. júlí 2022
Kæru veiðifélagar
Þá er komið að Sjóstangaveiðimóti Sjónes 2022 sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.
Fimmtudagur 14. júlí.
Mótið verður sett og mótsgögn afhent kl. 20:00. á Hótel Hildibrand.
Matarmikil súpa og brauð í boði Sjónes.
Frítt í sund báða daganna
Föstudagur 15. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur, og síðan er haldið til veiða og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, kaffi og brauð á bryggjunni við löndun.
Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.
Laugardagur 16. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur, síðan haldið á miðin og veitt í 6 tíma frá fyrsta rennsli, svo haldið til hafnar.
Tekið verður á móti keppendum, mökum,og skipstjórum, með kaffi,og brauði á löndunar stað við vigtarskúrinn.
Kl. 18:30 opnar Hótel Cliff kl 19:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð og verðlaunaafhending.
Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.
Mótsgjald er 15.000.- krónur, og innifalið miði á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.
ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.
Gistimöguleikar
Hótel Cliff Sími 865 5868 – hildibrand@hildibrand.com
Hótel Capitano Sími 477 1800 – Sveinn
Hildibrand Hótel Sími 865 5868 – hildibrand@hildibrand.com
Skorrahestar Norðfjarðarsveit Sími 477 1736 – 848 1990
Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi föstudaginn 6. júlí.
Til hamingju með daginn sjómenn
SJÓR óskar sjómönnum landsins til hamingju með daginn og þakkar kærlega fyrir samstarfið.
Aðalmót SJÓSNÆ 24.–25. júní 2022
Stjórn Snjósnæ býður ykkur enn og aftur velkomin á opna Sjósnæ mótið sem dagsett er helgina 24.-25. júní 2022.
Bryggjuveiði verður útskýrð á á setningunni.
Lokaskráning í síðasta lagi sunnudaginn 19. júní fyrir kl. 20:00
Fimmtudagur 23. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði Sjósnæ.
Föstudagur 24. júní
Kl. 05:00 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík. Veitt í 7 klst frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.
Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land. Úrslit dagsins birtast á sjol.is og með nesti daginn eftir.
Laugardagur 25. júní
Kl. 05:30 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík. Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.
Kl. 20:00 Lokahóf í Félagsheimilinu Röst á Rifi. Húsið opnar kl. 19:30.
Keppnisgjald 15.000 kr. Stakur miði á lokahófið 5.000 kr.
ATH BREYTT STAÐSETNING Á LOKAHÓFI OG ENGINN POSI.
Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi:
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga sem og Beita
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu á föstudag eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyrir lokahóf Sjósnæ
Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 sunnudaginn 19. júní.
Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma 8440330 eða sigurjon.hjelm@gmail.com
Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ