Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 12.-13.júní 2020
Þá er loksins komið að hinu stórskemmtilega opna móti Sjósnæ
Þetta árið fagnar félagið 30 ára afmæli og því mikil veisla framundan
ATHUGIÐ AÐ DAGSKRÁ KANN AÐ BREYTAST EN UPPFÆRIST JAFNHARÐAN
Sætaferðir verða í boði en kynnt nánar síðar
Fimmtudagur 11. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Kvöldverður og kaffi.
Föstudagur 12.júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 20:00 Léttur snæðingur Sjóminjasafninu Hellissandi. Aflatölur dagsins birtar ofl.
Laugardagur 13. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30 Kaffihlaðborð í Grunnskóla Ólafsvíkur
Kl. 19:30 Lokahóf í Félagsheimilinu Röst Hellissandi. Léttvín og bjór (enginn posi)
Keppnisgjald kr. 15.000,- Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Léttur snæðingur fyrri dag og Bryggjukaffi seinni dag
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ
Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní
Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína til Sigurjóns Helga Hjelm formanns í
síma 844-0330 í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 4. júní
Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ