Verður fyrirsögnin ekki að vera grípandi svo fólk nenni að lesa? 🙂
Öðru aðalmóti sumarsins lauk í gær, sem haldið var af SJÓSKIP.
Glampandi sól var en frekar hvasst og við þökkum SJÓSKIP kærlega fyrir gott mót.
Keppendur voru 30 talsins, okkar fólk stóð sig vel og hér er árangur þeirra:
Aflahæstu konur:
Dröfn Árnadóttir, 1. sæti
Flestar tegundir:
Gilbert Ó. Guðjónsson, 2. sæti,
Kristján Tryggvason, 4. sæti
Stærstu fiskar í tegund:
Smári Jónsson, Þorskur / 18,0 kg
Kristján Tryggvason, Gullkarfi / 1,2 kg
Gilbert Ó. Guðjónsson, Sandkoli / 0,29 kg
Stærsti fiskur mótsins:
Smári Jónsson, Þorskur / 18,0 kg, 1. sæti
Kjartan Gunnsteinsson, Þorskur / 15,2 kg, 2. sæti
Aflahæstu karlar:
Marinó Njálsson, 4. sæti
Aflahæsta sveit:
3. sæti (Marinó Njálsson, Hersir Gíslason, Lúther Einarsson og Kjartan Gunnsteinsson
Nú styttist í næsta mót, sem SJÓSNÆ heldur 12. júní í Ólafsvík.