AÐALMÓT SJÓR 19.–20. júní 2020

Tíminn líður og tíminn flýgur. Það styttist í aðalmótið okkar á Patreksfirði 19.–20. júní
og ekki seinna vænna að kynna dagskrána og fyrirkomulagið.

Dagskráin

Fimmtudagur, 18. júní:
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00.
Afhending mótsgagna og greiðsla mótsgjalda.

Föstudagur, 19. júní:
Kl. 05:30 
Mæting á bryggju. Trúnaðarmenn sjá um að nesti, beita og ís sé fært í bátana.
Kl. 06:00  Haldið til veiða.
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kvenfélagið á staðnum býður uppá kaffi og kruðerí við komuna í land.
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00. Aflatölur dagsins afhentar.

Laugardagur, 20. júní:
Kl. 05:30
  Mæting á bryggju. Trúnaðarmenn sjá um að nesti, björgunarvesti, beita og ís sé fært í bátana.
Kl. 06:00  Haldið til veiða og byrjað í höfninni. Áhöfn hvers báts kemur sér saman um hversu lengi skal veiða þar.
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar.
Kl. 19:00  Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð.
Borðhaldið hefst kl. 20. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum.
Barinn verður opinn fyrir þá sem langar að kaupa sér veigar.

Lágmarksstærð fiska
Allur fiskur undir 50 cm að lengd flokkast sem undirmál og skal settur í sér kar í hverjum báti.

Stærstu fiskar í tegund teknar frá
Hver keppandi safnar saman, uppá vír, stærstu fiskum í tegund og gengur tryggilega frá þeim í sitt kar.

Nesti ekki innifalið fyrir keppendur en þetta verður í boði á bátum…
Á föstudag: 0,5 ltr. (vatn) • 0,5 ltr. (kók) + Prins pólo.
Á laugardag: 0,5 ltr. (vatn) • 0,5 ltr. (appelsín) + Prins pólo.
Skipstjórar (og aðstoðarmenn ef þeir eru til staðar) fá tilbúna nestispakka.

Ganghraði bátanna
Hámarks ganghraði eru 17 sjómílur. Bátum er heimilt að sigla hraðar í höfn eftir að veiði er lokið en á meðan veiðitíminn er í gangi, gilda 17 sjómílur.

Skipting á veiðiplássi keppenda
Veiðitími telst sá tími þegar veiði hefst. T.d. ef byrjað er að veiða kl. 8 og veiðum er hætt kl. 14, skulu skiptin fara fram kl. 11 eða sem næst því. Ekki er heimilt að sleppa skiptingu.

Skráningarleiðir félagsmanna SJÓR
Á sjorek.is (AÐALMÓT 2020 – SKRÁNING)
Senda póst á sjorek@outlook.com
Senda SMS í 893 4034 (Gústa)

Skráningarleiðir keppenda í öðrum félögum
Skrá sig hjá sínum formanni og hann kemur upplýsingunum til SJÓR.

Seinasti skráningardagur
Skráningu lýkur föstudaginn 12. júní, kl. 20:00.

Mótsgjöld
Mótsgjaldið: 15.000 kr.
Stakur miði á lokahóf: 5.000 kr.

Greiðsla mótsgjalda
Best er að millifæra á: 0528-14-405311
Hægt er líka að borga við mótssetningu en vakin er athygli á að einungis er tekið við peningum.

Gistimöguleikar
Fosshótel Vestfirðir • 456 2004
Patreksfjörður Heimagisting (Facebook)
brunnar4apartment@gmail.com • 866 2679
Sigtún 4 Apartment • 698 9913
Stekkaból • Stekkum 19 • 864 9675
Hótel Vest • Aðalstræti 62 • 456 5020 • 892 3414

Trúnaðarmenn
Hlutverk trúnaðarmanna:

  • Sjá til þess að drykkjarvörur, beita, björgunarvesti og ís sé um borð þegar lagt er frá bryggju.
  • Að skiptingar fari fram á bátnum og á réttum tíma.
  • Að tegundaskýrsla sé rétt skráð (kassakvittun).
  • Að fylgja bátakörum uppá bryggju og sjá til þess að merkingar skili sér á rétt kör.
  • Að sjá til þess að tegundaskýrsla fari með afla bátsins (afhenda hana manni á lyftara)
  • Að sjá til þess að vel sé skilið við bátinn og að áhöfnin taki ÖLL þátt í þrifunum.
  • Að nestispokar skili sér til baka báða dagana.

Mótsstjórar
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður SJÓR: 893 4034
Lúther Einarsson, gjaldkeri SJÓR: 893 4007
Pálmar Einarsson, varaformaður SJÓR: 8933 3378

Bryggjustjóri
Þorgerður Einarsdóttir: 691 0554

 Dómnefnd (kærunefnd)
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður.

Aðrir aðilar eru formenn félaganna eða fulltrúar á þeirra vegum ásamt formanni SJÓL.
Tilkynna skal boðaða kæru í 893 4034 og skal kærufundur haldinn á skrifstofu Fiskmarkaðarins.

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s