Opna SJÓVE-mótið 25.–26. ágúst 2017

Ágæti veiðifélagi.
Opna SJÓVE-mótið verður haldið 25.–26. ágúst og hér er dagskráin.

Fimmudagur 24. ágúst
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili SJÓVE, Heiðarvegi 7, 900 Vestmannaeyjum.

Föstudagurdagur 25. ágúst
Kl. 06.30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 07.00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju.
Kl. 15.00   Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar.
Kl. 15.30   Löndun, hressing og fjör.
Kl. 20.00   Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

Laugardagur 12. ágúst
Kl. 05.30   Mæting á smábátabryggju (Viktartorgi)
Kl. 06.00   Haldið til veiða frá Smábátabryggju.
Kl. 14.00   Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar.
Kl. 14.30   Löndun og ennþá meira fjör.
Kl. 20.00   Lokahóf í félagsheimili SJÓVE

Mótsgjald: 15.000 kr.
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur: Mótsgögn og gott skap.
Kaffi og eða súpa við komuna í land á föstudag.
Einn miði á lokahóf.  

Stakur miði á lokahóf: 5.000 kr.

Lokaskráning: Laugardaginn 19. ágúst, kl. 20.00

Skráning: Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi sem síðan tilkynna okkur þáttökuna  á heimasíðu Sjóve. www.sjove.is

Nánari upplýsingar:

Stjórn SJÓVE
Formaður: Sigtryggur Þrastarsson // Sími: 860 2759
Ritari: Njáll Ragnarsson // Sími: 825 7964
Gjaldkeri: Ævar Þórisson // Sími:896-8803

Bestu veiðikveðjur og sjáumst sem flest á Opna SJÓVE-mótinu.

Af sjóstangaveiðimótum sumarsins

SJÓR hefur ekki enn fengið heimild, frá Fiskistofu, til að halda mót. Það hafa verið haldnir sáttafundir sem formaður landsambandins (SJÓL), lögfræðingur Fiskistofu og starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafa setið. Einhver skriður komst á málin í maí og var Sjóstangaveiðifélagi Vestmannaeyja veitt leyfi til að halda sín mót. En eftir það hefur hvorki gengið né rekið í þessum málum og nú er óvíst um framhaldið. Vonandi tekst að leysa málið svo hægt verði að halda fleiri mót núna í sumar en ljóst er að einhver félög munu ekki treysta sér til að halda mót þótt leyfi fáist til þess.