Aðalmóti SJÓR er lokið

Veðrið var ekki sem best fyrri daginn en mun betra þann seinni. Við þökkum keppendum, skipstjórum og gestum kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að sjá þau á næsta ári 😊 Meðfylgjandi eru myndir frá lokahófinu. Þorgerður og Sólrún sáu um matinn, öll þrjú kvöldin, af sinni einstöku snilld.

Listi þátttakenda á Aðalmóti SJÓR á Patró

Það er glimrandi góð þátttaka á mótið okkar á Patró og við erum sko glöð með það.
30 keppendur eru skráðir til leiks.

Þessir ætla að mæta:
Hannes Einarsson SJÓR
Gilbert Ó. Guðjónsson SJÓR
Björn Júlíusson SJÓR
Kjartan Gunnsteinsson SJÓR
Lúther Einarsson SJÓR
Ingvi Þór Hjaltason SJÓR
Guðbjartur Gissurarson SJÓR
Lukasz Praszyk SJÓR
Artur Ciez SJÓR
Guðjón Hlöðversson SJÓR
Kristján Tryggvason SJÓR
Gottskálk Bjarnason SJÓR
Smári Jónsson SJÓR
Pálmar Einarsson SJÓR
Elín Snorradóttir SJÓR
Gylfi Ingason SJÓR

Guðmundur Skarphéðinsson SJÓSIGL
Gunnar Magnússon SJÓSIGL
Sigríður Rögnvaldsdóttir SJÓSIGL

Matthías Sveinsson SJÓNES
Ari B. Guðmundsson SJÓNES

Björg Guðlaugsdóttir SJÓSNÆ
Pawel Szalas SJÓSNÆ
Darius Wojoiecoski SJÓSNÆ

Baldvin S. Bldvinsson SJÓAK
Pétur Sigurðsson SJÓAK
Stefán B. Sigurðsson SJÓAK

Arnar Eyþórsson SJÓSKIP
Skúli Már Matthíasson SJÓSKIP
Tomasz Michalski SJÓSKIP

Aðalmót SJÓR 2023

Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á aðalmótið okkar á Patreksfirði, 9.–10. júní 2023.

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 2. júní, kl. 20:00
Keppnisgjald er 15.000 kr. Stakur miði á lokahófið er 5.000 kr.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 föstudaginn 2. júní og munið að taka fram ef þörf er á aukamiða fyrir gest á lokahóf.

Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Lúthers Einarssonar, í síma 893 4007 eða ljosafl@simnet.is Mælst er til að keppendur millifæri þátttökugjaldið um leið og þeir skrá sig.
515-14-405483, kt. 580269-2149 – ENGINN POSI Á STAÐNUM

SJÓR-félagar skrá sig hér.

Annað
Gos og vatn verður um borð í bátum. Skipstjórar og aðstoðarfólk þeirra fá nesti.

Við gerum ráð fyrir að þeir sem á annað borð hafi ætlað sér að koma á mótið, séu búnir að útvega sér gistingu en ef einhver veit um lausa gistingu, er það Þorgerður. Hún mun glöð veita ykkur allar upplýsingar sem hún getur í síma 691 0554.

DAGSKRÁ
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107

Veitingar í boði SJÓR og formaður fer yfir helstu atriðin.

Föstudagur 9. júní
Kl. 5:00 Mæting á bryggju
Kl. 6:00 Bryggjuveiði í 15 mín.
Kl. 6:15 Haldið til veiða

Veitt verður í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma. Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.

Eftir veiði geta gestir yljað sér á heitu kaffi/kakói og fengið sér smá bita með.
Það  verður á sama stað og undanfarið – fyrir aftan Fiskmarkaðinn.

Kl. 19:00 Súpa og brauð í Félagsheimilinu og farið yfir aflatölur dagsins.
Þær verða síðan birtar á sjol.is

Laugardagur 10. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Bryggjuveiði í 15 mínútur
Kl. 06:15 Haldið til veiða


Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma.
Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Kl. 19:30 Húsið opnað

Kl. 20:00 Formleg dagskrá hefst. Boðið verður uppá aðalrétt og eftirrétt, gos og vatn á staðnum. Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara er þeim velkomið að koma með sínar „guðaveigar“ 😀

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja, stjórn SJÓR

Innanfélagsmótið afstaðið

Eins og flestir vita þá var innanfélagsmótið haldið í Grundarfirði í gær, 6. maí. Veðrið var frábært og veiðin góð, það náðust 5.619 kg á land. Til leiks voru mættir 17 veiðimenn og þar af voru þrír sem aldrei höfðu prófað sjóstöng áður, og að sögn skemmtu þeir sér konunglega og veiddu af miklum móð. Vonandi sjá þeir sér fært að gerast félagar og veiða meira með okkur.

Fyrirkomulag mótsins var með sama sniði og í fyrra; þetta var hugsað sem fjáröflun en ekki keppni á milli einstaklinga. Hver og ein áhöfn veiddi saman en aflahæstu áhafnir voru samt verðlaunaðar núna en það var ekki gert í fyrra. Úrslit mótsins má sjá á http://www.sjol.is

Þrír aflahæstu skipstjórar fengu verðlaun og viðurkenningu á staðnum í lok dags.

Síðan var félagsmönnum boðið að koma í kaffi og kruðerí í Höllinni í dag, sunnudag, en það voru fáir sem mættu. Þeir sem það gerðu, þökkum við kærlega fyrir komuna.

F.v.: Lúther Einarsson formaður SJÓR, Bergvin Sævar Guðmundsson, Kristinn Ólafsson, Andri O. Kristinsson og Elvar Þór Gunnarsson. Á myndina vantar Skarphéðinn Ólafsson.

Þessi ætla til veiða næsta laugardag á innanfélagsmóti SJÓR, í Grundarfirði

Kristján Tryggvason

Gottskálk Jón Bjarnason 

Konstantinos Fragkoulopoulos

Ólafur Kjartan Tryggvason

Guðbjartur G. Gissurarson

Artur Ciez

Maciej Glowacki

Þorgerður Einarsdóttir

Lúther Einarsson

Einar Lúthersson

Ágústa S. Þórðardóttir

Marinó Njálsson

Kjartan Gunnsteinsson

Nói Jón Marinósson

Ágúst Orri Sigurðsson

Sæmundur Gunnarsson

Gilbert Ó. Guðjónsson

Guðjón H. Hlöðversson