Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á aðalmótið okkar á Patreksfirði, 9.–10. júní 2023.
Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 2. júní, kl. 20:00
Keppnisgjald er 15.000 kr. Stakur miði á lokahófið er 5.000 kr.
Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 föstudaginn 2. júní og munið að taka fram ef þörf er á aukamiða fyrir gest á lokahóf.
Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Lúthers Einarssonar, í síma 893 4007 eða ljosafl@simnet.is Mælst er til að keppendur millifæri þátttökugjaldið um leið og þeir skrá sig.
515-14-405483, kt. 580269-2149 – ENGINN POSI Á STAÐNUM
Annað
Gos og vatn verður um borð í bátum. Skipstjórar og aðstoðarfólk þeirra fá nesti.
Við gerum ráð fyrir að þeir sem á annað borð hafi ætlað sér að koma á mótið, séu búnir að útvega sér gistingu en ef einhver veit um lausa gistingu, er það Þorgerður. Hún mun glöð veita ykkur allar upplýsingar sem hún getur í síma 691 0554.
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Veitingar í boði SJÓR og formaður fer yfir helstu atriðin.
Föstudagur 9. júní
Kl. 5:00 Mæting á bryggju
Kl. 6:00 Bryggjuveiði í 15 mín.
Kl. 6:15 Haldið til veiða
Veitt verður í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma. Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.
Eftir veiði geta gestir yljað sér á heitu kaffi/kakói og fengið sér smá bita með.
Það verður á sama stað og undanfarið – fyrir aftan Fiskmarkaðinn.
Kl. 19:00 Súpa og brauð í Félagsheimilinu og farið yfir aflatölur dagsins.
Þær verða síðan birtar á sjol.is
Laugardagur 10. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Bryggjuveiði í 15 mínútur
Kl. 06:15 Haldið til veiða
Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma.
Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.
Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Kl. 19:30 Húsið opnað
Kl. 20:00 Formleg dagskrá hefst. Boðið verður uppá aðalrétt og eftirrétt, gos og vatn á staðnum. Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara er þeim velkomið að koma með sínar „guðaveigar“ 😀
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja, stjórn SJÓR