INNANFÉLAGSMÓT SJÓR, fimmtudaginn 22. apríl

SJÓR hefur ákveðið að blása til innanfélagsmóts með stuttum fyrirvara.

Félagsmenn ættu allir að hafa fengið email.

Dags: Fimmtudaginn 22. apríl. (Breytt: Var fært frá laugardeginum 24. apríl)
Staður: Grundarfjörður
Tími: Upplýsingar koma von bráðar

Mót sumarsins 2021

Hér kemur yfirlit yfir öll mót sumarsins fyrir þá sem hafa það ekki nú þegar.
Eins og við vitum þá geta dagsetningar breyst með löngum eða stuttum fyrirvara – veður og veira ráða víst ferðinni.

AÐALMÓT
23.–24. apríl – SJÓVE – Vestmannaeyjar – FRESTAÐ
29. apríl–1. maí – SJÓSKIP – Akranes
11.–12. júníSJÓSNÆ – Ólafsvík
18.–19. júníSJÓR – Patreksfjörður
2.–3. júlíSJÓÍS – Ekki ákveðið
16.–17. júlíSJÓNES – Neskaupsstaður
13.–14. ágústSJÓAK – Dalvík
20.–21. ágústSJÓSIGL – Siglufjörður

INNANFÉLAGSMÓT
27. marsSJÓSKIP – Akranes
8. maíSJÓVE – Vestmannaeyjar
8. maíSJÓSNÆ – Ólafsvík
8. maíSJÓR – Grundarfjörður
10. júlíSJÓAK – Ekki ákveðið
24. júlíSJÓSIGL – Ekki ákveðið
29. ágústSJÓNES – Neskaupsstaður


Aðalfundur SJÓR, breyting á stjórn

Aðalfundurinn tókst vel og það mættu tæplega 20 manns. Það var gaman að geta loksins hist í Höllinni og vonandi verður það svo áfram. Dagskráin var hefðbundin, farið yfir ársreikninga og formaður rakti seinasta ár. Ákveðið var að halda félagsgjaldinu óbreyttu, 10.000 kr.

Stjórnin tók örlitlum breytingum; Einar Lúthersson fór úr stjórn og inn kom Marinó Njálsson.

Stjórnin lítur þá svona út:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður
Kjartan Gunnsteinsson, varaformaður
Lúther Einarsson, gjaldkeri
Marinó Njálsson, ritari
Pálmar Einarsson, meðstjórnandi
Elín Snorradóttir, varamaður
Gilbert Ó. Guðjónsson, varamaður

Kveðja, Ágústa

Aðalfundurinn verður í Höllinni

Góðar fréttir! Þar sem fjöldatakmörk hafa verið hækkuð í 50 getum við haldið aðalfundinn í Höllinni og þurfum ekkert „fjarfundavesen“ 🙂

Það verður grímuskylda fyrir gesti og við munum hafa mjög gott bil á milli sæta.

Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn kl. 20.
Kveðja, stjórn SJÓR

Góður árangur félaga SJÓR s.l. sumar

Þó lokahóf SJÓL hafi ekki getað farið fram vegna Covid, fá verðlaunahafar að sjálfsögðu sína verðlaunagripi.

Uppskera sumarsins var prýðileg að venju hjá félögum SJÓR. Þeir unnu til alls 11 verðlauna og óskar stjórn SJÓR, verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur sumarsins. Meðfylgjandi eru þeir verðlaunahafar sem náðust á mynd 🙂

Lúther Einarsson:
2. sætið fyrir aflahæsta veiðimanninn.
Stærsti makríllinn.

Gilbert Guðjónsson:
2. sætið fyrir flestar fisktegundirnar.

Smári Jónsson:
3. sætið fyrir flestar fisktegundirnar.
Stærsta sandkolinn.

Marinó Njálsson:
Stærsti fiskurinn.
Stærsti þorskurinn.

Kristján Tryggvason:
Stærsta ýsan.

Ingvi Þór Hjaltason:
Stærsti steinbíturinn.
Á myndinni heldur hann á tveimur bikurum. Annan bikarinn átti hann alltaf eftir að fá afhendan sem var fyrir hæstu meðalþyngd á aðalmóti SJÓR 2020, Patró.

Guðjón Hlöðversson:
Stærsta sandsílið.

Hersir Gíslason
Stærsta flundran.

Íslandsmeistarar SJÓL 2020 og aðrir verðlaunahafar

Þó svo að lokahófið sjálft hafi ekki getað farið fram þetta árið eru engu að síður margir sigrar sem unnist hafa á veiðitímabilinu 2020 og hér að neðan má sjá okkar bestu veiðimenn þetta sumarið. Hægt er að nálgast ítarlegri uppl. í flipanum „íslandsmeistari“ á heimasíðunni okkar eins og stærstu fiskar pr. tegund ofl.

SJÓL óskar þeim Marínó og Beata innilega til hamingju með íslandsmeistaratitilinn sem og þeim sem unnu til annarra verðlauna þetta árið

Íslandsmeistari Karla
1. Marínó Freyr Jóhannesson, SJÓSKIP
2. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
3. Pétur Sigurðsson, SJÓAK

Íslandsmeistari Kvenna
1. Beata Makilla, SJÓSNÆ
2. Guðrún Rúnarsdóttir, SJÓAK
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK

Aflahæsti veiðimaður
1. Marínó Freyr Jóhannesson, SJÓSKIP
2. Lúther Einarsson, SJÓR
3. Sigurjón Már Birgisson, SJÓSKIP

Flestar fisktegundir
1. Arnar Eyþórsson, SJÓSKIP
2. Gilbert Guðjónsson, SJÓR
3. Smári Jónsson, SJÓR

Stærsti Fiskurinn
1. Marínó Njálsson, SJÓR
2. Jón Sævar Sigurðsson, SJÓSIGL
3. Stefán Baldvin Sigurðsson, SJÓAK

Lokahóf SJÓL 2020 fellt niður vegna Covid-19

Birt þann 14. nóvember, 2020by Sjól

Kæru félagsmenn og aðstandendur

Við höfum fram að þessu lifað í þeirri von um að geta haldið okkar árlega lokahóf þar sem veiðitímabilið er gert upp og nýjir íslandsmeistara krýndir

Nú er ljóst að í fyrsta skiptið í sögu SJÓL mun ekkert lokahóf verða haldið vegna
Covid 19 faraldursins sem við höfðum fram til þessa getað aðlagað okkar félagskap að þeim reglum sem settar hafa verið til að halda niðri dreifingunni

Úrslit sumarins standa enn sem áður og SJÓL mun nálgast þá sigurvera í hverjum flokki og afhenda þau verðlaun sem þeir hafa unnið til á mótum sumarsins

Framundan eru bjartari tímar og ef ég þekki mitt fólk rétt þá verður 2021 okkar besta ár þar sem félagar geta komið saman og samgleðst án hindrana í þessari einstöku íþrótt

Með vinsemd og virðingu

Stjórn SJÓL