Aðalmót SJÓVE 15.–16. maí 2020

Ágæti veiðifélagi.

Fimmtudagur 14. maí
Kl. 20.00  Mótssetning í félagsheimili SJÓVE
(þeir sem ekki treysta sér á mótssetningu geta fengið mótsgögnin afhent á bryggju).

Föstudagur 15. maí
Kl. 06.30  Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00  Haldið til veiða frá Smábátabryggju.
Kl. 15.00  Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar.
Kl. 15.30  Löndun, hressing og fjör.
Kl. 20.00  Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

Laugardagur 16. maí
Kl. 05.30  Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00  Haldið til veiða frá Smábátabryggju.
Kl. 14.00  Veiðafæri dregin upp og haldið til hafnar.
Kl. 14.30  Löndun og ennþá meira fjör.
Kl. 20.00  Lokahóf í félagsheimili SJÓVE

Mótsgjaldið er 15.000 kr.
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur: Mótsgögn og gott skap.

Kaffi og eða súpa við komuna í land á laugardag. Einn miði á lokahóf.

Stakur miði á lokahóf er 5.000 kr.
Lokaskráning er föstudaginn 7. maí kl. 20.00

Skráning:
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna okkur, ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve. www.sjove.is

Athugið Vegna Covid19-faraldurs biðjum við keppendur, skipstjóra og aðra sem að mótinu koma að hugsa um smitvarnir meðan móti stendur – því öll hlýðum við Víði.

Biðjum keppendur að skrá sig sem fyrst, svo það sé hægt að skipuleggja mótið.

Nýjar dagsetningar fyrir þrjú sjóstangaveiðimót í sumar

Búið er að uppfæra dagsetngingar fyrir þau þrjú aðalmót sem telja til íslandsmeistara sumarið 2020 sem nauðsynlegt var að fresta vegna fjölda takmarkana í tenglsum við Covid-19 sem allir hafa þurft að aðlaga sig að eins og kunnugt er.

Veiðimenn sem og mótshaldarar þurfa enn sem áður að aðlaga sig að þeim takmörkunum sem enn gilda og væntanlega munu gilda áfram fram á haust í það minnsta miðað við það landslag sem við búum við á þessari stundu.

Stjórn SJÓL lagði inn beiðni til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um að fá heimild fyrir framlengingu á veiðitímabili sjóstangaveiðifélaga til 30. september og var tekið jákvætt í þá beiðni sem í framhaldi var send til Fiskistofu til frekari skoðunar.
Fiskistofa hefur núna samþykkt beiðni okkar og veitt okkur heimild til að veiða í sept.

Með þessu eru félögin komin í betri stöðu til að halda innanfélagsmót og jafnvel aðalmót komi til þess að breytingar verða á fjöldatakmörkunum eða vegna veðurs.
Eins og ávallt er þá hafa aðalmót forgang umfram innanfélagsmót og því skapar þetta félögunum svigrúm ef nauðsynlegt er að hliðra til ennfrekar settum dagsetningum með það að leiðarljósi að geta nýtt miðin sem best enda ljóst að fiskgengi um landið er misjafnt og sumir veiðistaðir í erfiðari stöðu eftir því sem líður á sumarið.

Stjórn SJÓL hefur sent á formenn félaga leiðarvísir að því sem ber að hafa í huga þegar sjóstangaveiðimótin verða haldin. Við munum einnig birta á síðunni helstu atriði fyrir þá veiðimenn sem koma til með að þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum eins og staðan er í dag en þau geta svo einnig tekið breytingum þegar líður á sumarið.

Frestun aðalmóta vegna Covid-19

Kæru félagar,

Vegna veirunnar hafa nú þrjú félag þurft að fresta sínum aðalmótum;

SJÓSKIP (ætluðu að hafa sitt mót 27.–28. mars)
SJÓVE (sem vera átti 24.–25. apríl)
SJÓSNÆ (sem ætlaði að halda afmælismótið 22.–23. maí).

Öll þessi félög hafa hug á að halda sitt mót við fyrsta tækifæri og nýjar dagsetningar verða auglýstar um leið og þær verða ákveðnar.

Vonandi heilsast ykkur öllum vel og við óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar,

stjórn SJÓR

Kótelettukvöldið verður ekki (í bráð a.m.k.)

Kæru félagar.
 
Stjórnin hafði ákveðið að halda kótelettukvöldið þann 18. apríl. Við vorum ekki búin að auglýsa það sérstaklega, en okkur þykir rétt að aflýsa því bara formlega svo enginn velkist í vafa.
 
Við sendum þér og þínum óskir um að allt gangi vel og að allir séu hraustir.
 
Bestu kveðjur, stjórn SJÓR

Skráningu fyrir aðalmót SJÓSKIP lýkur 20. mars

Kæru félagar,

Seinasti skráningardagur fyrir SJÓSKIP er föstudagurinn 20. mars.
Sendið email á sjorek@outlook.com eða hringið í 893 4034, betra er fyrr en seinna.

Þessir keppendur eru skráðir núna:
Guðjón Hlöðversson
Marinó Njálsson
Pálmar Einarsson
Elín Snorradóttir
Lúther Einarsson
Kjartan Gunnsteinsson
Gilbert Ó. Guðjónsson

Kveðja, Ágústa

Aðalmót SJÓVE 24.–25. apríl

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja tilkynnir næsta aðalmót ársins

Fimmudagur 23. apríl
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 24. apríl
Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 15.30 Löndun, hressing og fjör
Kl. 20.00 Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve

Laugardagur 25. apríl
Kl. 05.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20.00 Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald er Kr 15.000.-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur : Mótsgögn og gott skap. Kaffi og eða súpa við komuna í land á laugardag. Einn miði á lokahóf. Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Lokaskráning er föstudaginn 17. apríl, kl. 20:00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna okkur ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve www.sjove.is

Nánari upplýngar 
Formaður. Guðjón Örn Sigtryggson sími: 867 8490
Gjaldkeri. Ævar Þórisson sími: 896 8803