Aðalmót Sjósnæ 11.-12.júní 2021

Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 11.-12.júní 2021

Fimmtudagur 10. júní
Kl. 20:00   Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði Sjósnæ

Föstudagur  11.júní
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land
Úrslit dagsins birtast á sjol.is og á bryggju daginn eftir

Laugardagur 12. júní
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land 

Kl. 20:00   Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Húsið opnar kl. 19:30

Keppnisgjald kr. 15.000,-  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ

Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 3. júní
Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma 8440330 eða 
netfang: sigurjon.hjelm@gmail.com

Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ

Aðalmót Sjóskips 30. apríl – 01. maí (FRESTAÐ)

Uppfært: Móti frestað v. Covid, Sjá nánar á sjoskip.is.

Kæru félagsmenn

Sjóskip mun halda aðalmót sitt 30 apríl – 01. maí.

Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Sendið skráningu á sjorek@outlook.com.

Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip fyrir kl. 20:00, 26. apríl.

Sjá nánar á sjoskip.is eða sjol.is.

Innanfélagsmótinu aflýst

Kæru félagar.

Því miður þá setur Covid enn einu sinni strik í reikninginn og við aflýsum hér með innanfélagsmótinu sem halda átti þann 22. nk.
Við vonuðumst til að þetta slyppi, fyrir horn amk, en því miður er það ekki svo.

Við stefnum þá (aftur) á 8. maí og tökum stöðuna þegar nær dregur.

Með bestu kveðju, stjórn SJÓR

INNANFÉLAGSMÓT SJÓR, fimmtudaginn 22. apríl

SJÓR hefur ákveðið að blása til innanfélagsmóts með stuttum fyrirvara.

Félagsmenn ættu allir að hafa fengið email.

Dags: Fimmtudaginn 22. apríl. (Breytt: Var fært frá laugardeginum 24. apríl)
Staður: Grundarfjörður
Tími: Upplýsingar koma von bráðar

Mót sumarsins 2021

Hér kemur yfirlit yfir öll mót sumarsins fyrir þá sem hafa það ekki nú þegar.
Eins og við vitum þá geta dagsetningar breyst með löngum eða stuttum fyrirvara – veður og veira ráða víst ferðinni.

AÐALMÓT
23.–24. apríl – SJÓVE – Vestmannaeyjar – FRESTAÐ
29. apríl–1. maí – SJÓSKIP – Akranes
11.–12. júníSJÓSNÆ – Ólafsvík
18.–19. júníSJÓR – Patreksfjörður
2.–3. júlíSJÓÍS – Ekki ákveðið
16.–17. júlíSJÓNES – Neskaupsstaður
13.–14. ágústSJÓAK – Dalvík
20.–21. ágústSJÓSIGL – Siglufjörður

INNANFÉLAGSMÓT
27. marsSJÓSKIP – Akranes
8. maíSJÓVE – Vestmannaeyjar
8. maíSJÓSNÆ – Ólafsvík
8. maíSJÓR – Grundarfjörður
10. júlíSJÓAK – Ekki ákveðið
24. júlíSJÓSIGL – Ekki ákveðið
29. ágústSJÓNES – Neskaupsstaður


Aðalfundur SJÓR, breyting á stjórn

Aðalfundurinn tókst vel og það mættu tæplega 20 manns. Það var gaman að geta loksins hist í Höllinni og vonandi verður það svo áfram. Dagskráin var hefðbundin, farið yfir ársreikninga og formaður rakti seinasta ár. Ákveðið var að halda félagsgjaldinu óbreyttu, 10.000 kr.

Stjórnin tók örlitlum breytingum; Einar Lúthersson fór úr stjórn og inn kom Marinó Njálsson.

Stjórnin lítur þá svona út:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður
Kjartan Gunnsteinsson, varaformaður
Lúther Einarsson, gjaldkeri
Marinó Njálsson, ritari
Pálmar Einarsson, meðstjórnandi
Elín Snorradóttir, varamaður
Gilbert Ó. Guðjónsson, varamaður

Kveðja, Ágústa

Aðalfundurinn verður í Höllinni

Góðar fréttir! Þar sem fjöldatakmörk hafa verið hækkuð í 50 getum við haldið aðalfundinn í Höllinni og þurfum ekkert „fjarfundavesen“ 🙂

Það verður grímuskylda fyrir gesti og við munum hafa mjög gott bil á milli sæta.

Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn kl. 20.
Kveðja, stjórn SJÓR