Aðalmóti SJÓR lokið

Aðalmótið okkar var haldið um helgina – reyndar aðeins annan daginn vegna veðurs. Stjórn SJÓR þakkar keppendum og mökum kærlega fyrir samveruna. Þorgerði og hennar „liði“ þökkum við innilega fyrir ódrepandi dugnað, elju og útsjónarsemi. Skipstjórum þökkum við einnig kærlega fyrir þátttökuna því, eins og við höfum svo oft sagt, þá væri ekkert mót og engin sjóstöng án þeirra þátttöku.

Keppendur voru 15 og aflinn varð um 4 tonn bruttó. Allt gekk vel, enginn bátur bilaði, enginn keppandi varð fyrir óhappi og fyrir það allt saman er óhætt að vera þakklátur. Patreksfjörðurinn sjálfur skartaði sína fegursta þó töluvert meiri öldugangur væri fyrir utan.

AÐALMÓT SJÓR á Patreksfirði, 20.–21. maí 2022

BREYTING:

Vegna veðurs fellur laugardagurinn niður og mótið verður eins dags mót.

Dagskráin

Fimmtudagur, 19. maí:

Kl. 19:00 Kvöldverður (plokkfiskur) í Safnaðarheimilinu, Aðalstræti 52 (ská á móti kirkjunni).
Afhending mótsgagna og fyrirkomulag mótsins.

Föstudagur, 20. maí:

Kl. 05:30Mæting á bryggju.
Kl. 06:00Byrjað verður á bryggjuveiði og skal hún ekki taka lengri tíma en 15 mínútur og síðan er haldið til veiða og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp.
Kl. 19:30Lokahóf verður í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð. Dagskrá hefst kl. 20:00 þar sem veitt verða verðlaun kvöldsins og farið yfir árangur mótsins.
Þegar verðlaunaafhendingu er lokið verða úrslit birt á sjol.is og nokkur útprentuð eintök afhend á borðin.
ATHUGIÐ: Ekki er leyfilegt að vera með áfengi í salnum.

Bryggjukaffi verður á sama stað og í fyrra (fyrir aftan Fiskmarkaðinn). Kaffi og kleinur.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

Skráning á mót

SJÓR-félagar skrá sig á AÐALMÓT Á PATREKSFIRÐI – SKRÁNING.

Skráningu lýkur sunnudaginn 15. maí, kl. 20:00.

Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Formenn senda síðan staðfestingu til SJÓR um fjölda keppenda, sveitaskipan og trúnaðarmenn. Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni SJÓR sem fyrst eftir að skráningarfrestur rennur út. Sendist á ljosafl@simnet.is

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Lúther, formann SJÓR í síma 893 4007 eða senda tölvupóst á ljosafl@simnet.is

Seinasti skráningardagur

Skráningu lýkur sunnudaginn 15. maí, kl. 20:00.
Vinsamlegast látið vita ef óskað er eftir aukamiða á lokahóf.

Mótsgjöld
Mótsgjaldið: 15.000 kr.
Stakur miði á lokahóf: 5.000 kr.

Greiðsla mótsgjalda
Keppendur og/eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjaldið, 15.000 kr. inná reikning SJÓR, kt. 580269-2149, banki 515-14-405483, fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 19. maí.

Gistimöguleikar
Fosshótel Vestfirðir • 456 2004
Stekkaból • Stekkum 19 • 864 9675 • 456 1334
Hótel Vest • Aðalstræti 62 • 456 5020 • 892 3414

Skemmtilegu innanfélagsmóti SJÓR lokið

Loksins, loksins gátum við haldið innanfélagsmótið okkar. Það var haldið í Grundarfirði, þeim fallega stað. Ef lítið veiðist getur maður a.m.k. alltaf horft á stórkostlega fjallasýn!

Þátttakendur voru 22 og af þeim voru 5 nýliðar (gestir). Eins og flestir vita var ákveðið að hafa fyrirkomulagið með öðru sniði en venjulega – þetta yrði e.k. „fjáröflunarmót“ – ekki keppt innbyrðis á milli einstaklinga og eingöngu yrðu veitt verðlaun til þriggja aflahæstu skipstjóranna.

Lagt var af stað til veiða kl. 7. Það hafði verið fylgst náið með veðurspánni og það var smá uggur í brjósti um að veðrið yrði annað hvort mjög slæmt eða frekar slæmt 🙂  En þegar til kom, var nákvæmlega ekkert að veðrinu og m.a.s. sólin lét sjá sig stöku sinnum.

Okkar tilfinning er að þetta fyrirkomulag – að keppa ekki innbyrðist heldur allir saman – sé bæði skemmtilegra og efli andann hjá félagsmönnum. Gagnvart nýliðum er þetta líka skemmtilegra, þeir upplifa sig sem partur af hópnum en ekki einhverjir sem sitja, kannski, í einhverjum „botnsætum“ í harðri keppni. Allir skipstjórarnir voru hæstánægðir með fyrirkomulagið og gátu einbeitt sér að vinnunni um borð. Þannig að, það er okkar tilfinning að þetta sé komið til að vera.

Það veiddust 9,75 tonn og var það virkilega vel gert.

Eins og fyrr sagði, fengu þrír aflahæstu skipstjórarnir verðlaun og meðal verðlauna voru forláta úr sem Gilbert gaf af sínum rausnarskap og þökkum við honum kærlega fyrir.

Við undirbúning allra móta þarf mikla skipulagningu og óeigingjarnt starf. Pálmar og Elín sáu um öll samskipti við skiptjóra og aðila á Grundarfirði og stjórnin þakkar þeim innilega fyrir alla þá vinnu.

Núna er kominn nýr dagur og við ætlum að hittast kl. 15, í smá sunnudagskaffi í Höllinni, fara yfir aflatölur og spjalla saman. Félagsmenn eru velkomnir, hvort sem þeir fóru til veiða eða ekki 🙂

Hér er listi þátttakenda:

Marinó Njálsson
Ágúst Orri Sigurðsson (gestur)
Guðbjartur G. Gissurarson
Þorgerður Einarsdóttir
Gylfi Ingason
Einar Lúthersson
Ágústa S. Þórðardóttir
Lúther Einarsson
Kjartan Gunnsteinsson
Ingvi Þór Hjaltason
Elín Snorradóttir
Pálmar Einarsson
Karen Anna Sævarsdóttir (gestur)
Hannes Einarsson
Guðón H. Hlöðversson
Steinar Ö. Sturluson Kaaber
Svavar Svavarsson
Sæbjörn Kristjánsson
Gunnar Þór Guðmundsson (gestur)
Smári Jónsson
Tryggvi Ingólfsson (gestur)
Hákon Svavarsson (gestur)

Kveðja, stjórn SJÓR

PS. Myndirnar, sem fylgja hér með, eru teknar af Þiðrik (SJÓSIGL) og þökkum við honum kærlega fyrir lánið.

Innanfélagsmót SJÓR, Grundarfirði 7. maí

Þá er loksins komið að innanfélagsmótinu okkar. Í ár verður þetta með öðru sniði en venjulega því við þurfum, fyrst og fremst, að afla tekna fyrir félagið.

Fyrirkomulagið verður þannig að ekki verður um einstaklingskeppni að ræða heldur veiða allir, á viðkomandi bát í sama karið (eða vonandi MÖRG kör!)

Keppni verður á milli báta og fá þrír aflahæstu skipstjórar verðlaun.

Trúnaðarmenn hafa sömu skyldum að gegna og venjulega;

• Að sjá til þess að drykkjarföng og björgunarvesti séu um borð
• Að sjá til þess að röðun á báta sé rétt
• Að skipting fari fram á miðjum veiðitíma
• Að bátur sé þrifinn
• Að kör séu merkt bát við löndun.

Skráning á mótið
Veiðimaður skráir sig á sjorek.is (INNANFÉLAGSMÓT 2022 – SKRÁNING) eða tilkynnir þátttöku til formanns SJÓR ( ljosafl@simnet.is ).

Frestur til skráningar rennur út þann 30. apríl en við hvetjum félagsmenn til að skrá sig fyrr en seinna.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Lúther, formann SJÓR í síma 893 4007 eða senda tölvupóst á ljosafl@simnet.is.

Þar sem ekki verður um eiginlegt lokahóf að ræða þá fellur mótsgjald niður.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

DAGSKRÁ

Laugardagur 7. maí
Kl. 06:00 Mæting á bryggju og þar verða mótsgögn afhent
Kl. 07:00 Haldið til veiða
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar

Sunnudagur 8. maí
Kl. 15:00 Við hittumst í Höllinni og förum yfir árangur mótsins en eins og fyrr sagði þá verða ekki veitt verðlaun. Kaffi, gos og léttar veitingar í boði.

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að koma og veiða fyrir félagið sitt.

Kveðja, Stjórn SJÓR

Minning

Kæri „Hjörleifur okkar á Patró“ er látinn. 

Okkur langar okkur að minnast frábærs félaga og einstakrar hjálparhellu okkar SJÓR-félaga varðandi mótin okkar á Patreksfirði í gegnum tíðina.

Hann var ætíð boðinn og búinn að aðstoða á allan þann hátt sem hann mögulega gat. Áður en eiginlegar strandveiðar hófust gat virkilega tekið á að finna nógu marga báta fyrir mót. Þá lá Hjörleifur í símanum sólarhringum saman og fór ófáar ferðirnar á Tálknafjörð eða Bíldudal við bátaleitina. Hann var lausnamiðaður og afskaplega duglegur að útvega báta og við allan annan undirbúning. Það kom alveg fyrir að „korter í mót“ vantaði enn báta og við vorum orðin mjög stressuð. En Hjörleifur hélt ró sinni, sagði okkur að afskrifa nú ekkert, það væri nægur tími og hann ætti inni nokkra greiða!

Alltaf tók hann á móti okkur með bros á vör þegar við „ruddumst“ inná skrifstofuna hans með allt okkar hafurtask og ónæði. Aldrei gátum við fundið að við værum fyrir á nokkurn hátt.

SJÓR þakkar Hjörleifi kærlega fyrir góðar og skemmtilegar stundir í gegnum tíðina og vottar fjölskyldu og aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur.