Aðalmótið okkar var haldið um helgina – reyndar aðeins annan daginn vegna veðurs. Stjórn SJÓR þakkar keppendum og mökum kærlega fyrir samveruna. Þorgerði og hennar „liði“ þökkum við innilega fyrir ódrepandi dugnað, elju og útsjónarsemi. Skipstjórum þökkum við einnig kærlega fyrir þátttökuna því, eins og við höfum svo oft sagt, þá væri ekkert mót og engin sjóstöng án þeirra þátttöku.
Keppendur voru 15 og aflinn varð um 4 tonn bruttó. Allt gekk vel, enginn bátur bilaði, enginn keppandi varð fyrir óhappi og fyrir það allt saman er óhætt að vera þakklátur. Patreksfjörðurinn sjálfur skartaði sína fegursta þó töluvert meiri öldugangur væri fyrir utan.













































