Minning

Kæri „Hjörleifur okkar á Patró“ er látinn. 

Okkur langar okkur að minnast frábærs félaga og einstakrar hjálparhellu okkar SJÓR-félaga varðandi mótin okkar á Patreksfirði í gegnum tíðina.

Hann var ætíð boðinn og búinn að aðstoða á allan þann hátt sem hann mögulega gat. Áður en eiginlegar strandveiðar hófust gat virkilega tekið á að finna nógu marga báta fyrir mót. Þá lá Hjörleifur í símanum sólarhringum saman og fór ófáar ferðirnar á Tálknafjörð eða Bíldudal við bátaleitina. Hann var lausnamiðaður og afskaplega duglegur að útvega báta og við allan annan undirbúning. Það kom alveg fyrir að „korter í mót“ vantaði enn báta og við vorum orðin mjög stressuð. En Hjörleifur hélt ró sinni, sagði okkur að afskrifa nú ekkert, það væri nægur tími og hann ætti inni nokkra greiða!

Alltaf tók hann á móti okkur með bros á vör þegar við „ruddumst“ inná skrifstofuna hans með allt okkar hafurtask og ónæði. Aldrei gátum við fundið að við værum fyrir á nokkurn hátt.

SJÓR þakkar Hjörleifi kærlega fyrir góðar og skemmtilegar stundir í gegnum tíðina og vottar fjölskyldu og aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s