Aðalfundur SJÓR yfirstaðinn

Eins og flestir vita var aðalfundur SJÓR haldinn á fimmtudaginn sl., 17. febrúar í Höllinni, Grandagarði. 

Mættir voru 15 manns og var virkilega gaman að sjá félagana aftur eftir langt Covid-hlé. Vonandi förum við að koma félagsstarfinu í gang og að ekki sé talað um mótin okkar.

Dagskráin var nokkuð hefðbundin og helstu tíðindi frá fundinum voru formannsskipti og ný stjórn tók við sem er þá skipuð svona:

Lúther Einarsson, formaður
Kjartan Gunnsteinsson, varaformaður
Marinó Njálsson, ritari
Ágústa S. Þórðardóttir, gjaldkeri
Gilbert Ó. Guðjónsson, meðstjórnandi

Varamenn:
Þorgerður Einarsdóttir
Einar Lúthersson

Eins og glöggir sjá þá fóru Elín og Pálmar úr stjórn og þó okkur þyki mikil eftirsjá af þeim þá er það mjög skiljanlegt að fólk hugi að sér og sínum eftir áratuga starf í þágu félagsins. Þau lofuðu að hverfa ekki alveg og munu verða okkar innanhandar og aðstoða eftir þörfum. Stjórn SJÓR þakkar þeim innilega fyrir frábær störf og ómetanlegan dugnað og elju.

Það var farið yfir ársreikninga og árið í ár skilur á milli feigs og ófeigs ef svo má að orði komast. Mótin seinustu tvö ár hafa ekki komið vel út fjárhagslega fyrir félagið og nú þurfum við að gera allt sem við getum til að rétta kúrsinn af. 

Á fundinum voru teknar fyrir tillögur SJÓL um breyttar veiðireglur og breytingar á lögum og um þær tillögur var kosið. Formaður mun fara með það umboð á aðalfund SJÓL sem fyrirhugaður er 5. mars.

Með bestu kveðju, stjórn SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s