Íslandsmeistarar SJÓL 2021 og aðrir verðlaunahafar

Skrifað 4. desember, 2021 – Höfundur: Sjól

Í dag afhenti formaður SJÓL í félagsheimili Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur (Höllinni) verðlaun og krýndi nýja íslandsmeistara 20021 fyrir Aðalmót sumarsins. 

Haldin voru 6 mót af 8 mögulegum. Engin íslandsmet voru sleginn þetta sumarið en hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar í flipanum „íslandsmeistari“ á heimasíðunni okkar eins eru þar upplýsingar um stærstu fiskar pr. tegund ofl.

Breytingar tóku gildi á verðlaunum frá Sjól og eru þær þannig að núna eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta veiði- mann og konu, Ísfell lagði til tvo farandsbikara sem taka við þeim sem fyrir var og sendum við þeim kærar þakkir fyrir framlagið. Hin breytingin er að framvegis eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og fær aflahæsti skipstjórinn einnig veglegt úr að gjöf frá Gilberti Ó. Guðjónssyni og sendum við Gilberti sérstakar þakkir fyrir framlagið.

SJÓL sendir þeim Jóni Einarssyni og Beatu Makillu innilegar hamingjuóskir með íslandsmeistaratitilinn sem og þeim sem unnu til annarra verðlauna fyrir frábæran afrakstur sumarið 2021.

Íslandsmeistari Karla
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Wojciech M. Kwiatkowski, SJÓSNÆ

Íslandsmeistari Kvenna
1. Beata Makilla, SJÓSNÆ
2. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK

Aflahæsti karl
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Kristbjörn Rafnsson, SJÓSNÆ

Aflahæsta kona
1. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
2. Dröfn Arnadóttir, SJÓR
3. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SJÓSIGL

Aflahæsti skipstjórinn
1. Pétur Sigurðsson, SÆRÚN
2. Viktor Sverrisson, SÆDÍS
3. Leiknir Kristjánsson, PÍLA

Flestar fisktegundir
1. Arnar Eyþórsson, SJÓSKIP
2. Gilbert Guðjónsson, SJÓR
3. Jón Einarsson, SJÓSNÆ

Stærsti Fiskurinn
1. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK
2. Smári Jónsson, SJÓR
3. Baldvin S. Baldvinsson, SJÓAK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s