Aðalfundur SJÓR, breyting á stjórn

Aðalfundurinn tókst vel og það mættu tæplega 20 manns. Það var gaman að geta loksins hist í Höllinni og vonandi verður það svo áfram. Dagskráin var hefðbundin, farið yfir ársreikninga og formaður rakti seinasta ár. Ákveðið var að halda félagsgjaldinu óbreyttu, 10.000 kr.

Stjórnin tók örlitlum breytingum; Einar Lúthersson fór úr stjórn og inn kom Marinó Njálsson.

Stjórnin lítur þá svona út:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður
Kjartan Gunnsteinsson, varaformaður
Lúther Einarsson, gjaldkeri
Marinó Njálsson, ritari
Pálmar Einarsson, meðstjórnandi
Elín Snorradóttir, varamaður
Gilbert Ó. Guðjónsson, varamaður

Kveðja, Ágústa