Þó lokahóf SJÓL hafi ekki getað farið fram vegna Covid, fá verðlaunahafar að sjálfsögðu sína verðlaunagripi.
Uppskera sumarsins var prýðileg að venju hjá félögum SJÓR. Þeir unnu til alls 11 verðlauna og óskar stjórn SJÓR, verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur sumarsins. Meðfylgjandi eru þeir verðlaunahafar sem náðust á mynd
Lúther Einarsson:
2. sætið fyrir aflahæsta veiðimanninn.
Stærsti makríllinn.
Gilbert Guðjónsson:
2. sætið fyrir flestar fisktegundirnar.
Smári Jónsson:
3. sætið fyrir flestar fisktegundirnar.
Stærsta sandkolinn.
Marinó Njálsson:
Stærsti fiskurinn.
Stærsti þorskurinn.
Kristján Tryggvason:
Stærsta ýsan.
Ingvi Þór Hjaltason:
Stærsti steinbíturinn.
Á myndinni heldur hann á tveimur bikurum. Annan bikarinn átti hann alltaf eftir að fá afhendan sem var fyrir hæstu meðalþyngd á aðalmóti SJÓR 2020, Patró.
Guðjón Hlöðversson:
Stærsta sandsílið.
Hersir Gíslason
Stærsta flundran.





