Kær félagi, Þóroddur Gissurarson, er látinn

Þóroddur Gissurarson, félagi okkar í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur, lést 15. október sl. Það voru ófá aðalmótin þar sem Þóroddur tók þátt sem skipstjóri og þau voru mörg árin, þar sem við nutum bæði reynslu hans og dugnaðar.

Stjórn félagsins þakkar honum af heilhug fyrir samfylgdina. Fjölskyldu og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð.