Tilkynning frá SJÓSIGL

Ágætu vinir og veiðifélagar

Þar sem veðurspá helgarinnar bíður engan veginn uppá sjóstangaveiði þurfum við að aflýsa aðalmóti Sjósigl sem halda átti nú um helgina

Veiðitímabilinu er nú senn að ljúka og ekki er séð fram á að mögulegt verði að fresta mótinu um viku, en ef slíkt tækifæri gefst verður haft samband við þá aðila sem fyrir voru skráðir á mótið

Sjósigl vill þakka öllum þeim sem höfðu skráð sig í keppnina sem var framar okkar björtustu vonum en Kári gamli er því miður ekki í stuði fyrir að veita okkur smá blíðu

Með vinsemd og virðingu,
Hallgrímur Smári. Formaður Sjósigl.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s