Nú er komið að því að boða til næsta aðalmót ársins sem telur til íslandsmeistara verður haldið á Akranesi dagana 22. og 23. maí á vegum Sjóskips
Skráning á mótið
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl
Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast til Sjóskips fyrir kl. 20:00, 17. maí
Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Sigurjón formann Sjóskips í síma 669-9612 eða senda tölvupóst á sigurjonmarb.@gmail.com
Keppendur og eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjald
kr. 15.000,- inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099 banki 0552-26-002831 fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 22. maí. Ef það eru spurningar varðandi greiðslu á mótsgjaldi þá mun Victor gjaldkeri Sjóskips geta aðstoðað ykkur í síma 659-4984 sem og formaður
Fimmtudagur 21. maí
Kl. 19:00 Mótssetning verður rafræn þar sem birtar verða upplýsingar um skipan trúnaðarmanna, röðun niður á báta, skipstjórar og fleira verður birt á heimasíðu Sjól
Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur
Föstudagur 22. maí
Kl. 05:00 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Mótsgögn og drykkjarvatn afhend trúnaðarmönnum sem koma þeim
áleiðis til keppanda um borð í hverjum bát
Kl. 06:00 Opnað fyrir tegundaveiði innan hafnarsvæðis
Kl. 06:30 Opnað fyrir almenna veiði
Kl. 15:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 15:30 Kaffi og bakkelsi í boði á Faxabraut 7 (Fiskmarkaðurinn)
Aflatölur fyrri dags verða birtar á heimasíðu Sjól www.sjol.is
Laugardagur 23. maí
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Opnað á ný fyrir veiði
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.