Frestun aðalmóta vegna Covid-19

Kæru félagar,

Vegna veirunnar hafa nú þrjú félag þurft að fresta sínum aðalmótum;

SJÓSKIP (ætluðu að hafa sitt mót 27.–28. mars)
SJÓVE (sem vera átti 24.–25. apríl)
SJÓSNÆ (sem ætlaði að halda afmælismótið 22.–23. maí).

Öll þessi félög hafa hug á að halda sitt mót við fyrsta tækifæri og nýjar dagsetningar verða auglýstar um leið og þær verða ákveðnar.

Vonandi heilsast ykkur öllum vel og við óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar,

stjórn SJÓR