Aðalmót SJÓR // 21.–22. júní

Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið á Patreksfirði 21.–22. júní.
Þáttökugjald er 15.000 kr. sem greiðist við mótssetningu.
Innifalið er miði á lokahóf – aukamiði kostar 5.000 kr.

HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG MEÐ ÝMSU MÓTI:
Á heimasíðu SJÓR: skraning-a-mot/
Með tölvupósti: sjorek@outlook.com
Koma skráningu til formanns þíns félags

Frestur til skráningar rennur út sunnudaginn 16. júní, kl. 20:00.
**** Takið einnig fram ef maki eða aðrir gestir eru með í för, svo hægt sé að áætla fjölda á lokahófið ****
Síðan mun ykkar formaður, tilkynna okkur þátttökuna sama dag.

EINS DAGS VEIÐI
Samkvæmt 3. grein laga SJÓL verður boðið upp á eins dags veiði innan veiðitímabils.
Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða og mun mótstjórn reyna að verða við óskum þeirra sem það kjósa.

DAGSKRÁ MÓTS
Fimmtudagur 20. júní
Kl. 20:00 Kjötsúpa í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 10
Kl. 21:00 Mótið sett, skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 21. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06:00 Siglt á fengsæl mið.
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 19:30 Plokkfiskur
Kl. 20:00 Farið verður yfir aflatölur dagsins.

Laugardagur 22. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 14:00 Haldið til hafnar.
Kl. 19:30 Lokahóf og verðlaunaafhending í félagsheimilinu.

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt en boðið verður
uppá vatn og gos um borð.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Upplýsingar um ferjuna Baldur eru hér https://www.saeferdir.is/um-ferjurnar/baldur/

Fyrir hönd Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, stjórn SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s