Sjómannadagurinn 2019

Líkt og undanfarin ár, stóð SJÓR fyrir bryggjuveiði krakka á Sjómannadaginn. Það var veitt af Verbúðarbryggju og þetta hefur alltaf vakið lukku hjá krökkunum.

Sá veiðimaður sem veiddi stærsta fiskinn fékk verðlaunapening. Að þessu sinni var það Sigursteinn Máni sem veiddi þorsk er vóg 0,297 kg.

Bryggjugengið: Þorsteinn Einars (bryggjustjóri og yfirvigtari), Hersir, Carola, Bjössi og Ásta. Sæbjörn og Gilbert voru svo vænir að koma stjórninni til aðstoðar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Í lokin mætti Smári og tók út veiðina.

Við vorum líka með opið hús í salnum. Lúther hafði komið með veiðigræjur sem voru til sýnis og Gústa hafði heitt á könnunni. Að þessu sinni voru frekar fáir sem létu sjá sig og má kannski rekja það til þess að HB Grandi var með „smíðasvæði“ fyrir utan svo við hálf partinn „hurfum“ á bak við það. En sólin skein og veðrið var mjög gott – í skjóli 🙂

Kveðja, stjórn SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s