Ákveðið hefur verið að færa aðalmót SJÓR til 22.-23. júní.
Við vonum að þessi ákvörðun valdi ekki miklum óþægindum en svo óheppilega vill til, að landsleikur Íslands og Argentínu á HM verður kl. 13:00 þann 16. júní og við vitum að það eru margir sem vilja horfa á leikinn.
Þar sem landsleikurinn skarast við veiðitíma og löndun, teljum við betri kost að breyta dagsetningunni.
Með von um skilning á þessari ákvörðun.
Stjórn SJÓR