Kæru félagar og aðrir velunnarar SJÓR.
Við höldum okkar þorrablót 13. janúar n.k. og vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur sem flest.
Það er tilvalið að starta Þorranum á glæsilegan hátt, hitta gamla kunningja úr „bransanum“, fá sér gott í gogginn og hafa gaman. Ef einhvern tímann var þörf á því – þá er það núna.
Eins og venjulega verður fjörugt happdrætti með glæsilegum vinningum.
Hvetjum félagsmenn til að taka með sér gesti.
Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst um kl. 20.
Miðaverð: 5.000 kr.
Barinn verður opinn og posi á staðnum.
Hægt er að senda skráningu póst á sjorek@outlook.com eða nota formið hér fyrir neðan.
Einnig er hægt að senda skilaboð á Facebook.
Skráningu lýkur að kvöldi 10. janúar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest – helst öll!
Kveðja, stjórn SJÓR