Þorrablót SJÓR, 13. janúar

Mobile

Kæru félagar og aðrir velunnarar SJÓR.

Við höldum okkar þorrablót 13. janúar n.k. og vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur sem flest.

Það er tilvalið að starta Þorranum á glæsilegan hátt, hitta gamla kunningja úr „bransanum“, fá sér gott í gogginn og hafa gaman. Ef einhvern tímann var þörf á því – þá er það núna.

Eins og venjulega verður fjörugt happdrætti með glæsilegum vinningum.

Hvetjum félagsmenn til að taka með sér gesti.

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst um kl. 20.
Miðaverð: 5.000 kr.
Barinn verður opinn og posi á staðnum.

Hægt er að senda skráningu póst á sjorek@outlook.com eða nota formið hér fyrir neðan.
Einnig er hægt að senda skilaboð á Facebook.
Skráningu lýkur að kvöldi 10. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest – helst öll!
Kveðja, stjórn SJÓR