Sjómannadagurinn vel heppnaður

Flottum Sjómannadegi er nú formlega lokið.

Líkt og í fyrra var SJÓR með bryggjuveiðina á sínum herðum og tókst hún mjög vel. Krakkarnir streymdu að, full af tilhlökkun. Það fór svo að sigurvegararnir voru tveir og þar að auki bræður, þeir Logi og Arnar Máni. Fyrir stærsta fiskinn fengu þeir glæsilegan verðlaunapening, í boði SJÓR. Allir þáttakendur fengu bíómiða í boði Laugarásbíó. Hér fyrir neðan er mynd af sigurvegurunum ásamt bryggjuveiðistjóranum, honum Steina.
SJÓR fékk veiðistangir lánaðar frá Ellingsen og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Við vorum með opið hús í Höllinni okkar og við fengum marga góða og áhugasama gesti í heimsókn. Við þökkum kærlega þeim sem komu og hjálpuðu okkur að gera daginn góðan.

20170611_141040_HDR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s