Kótelettukvöld Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið í nýju og glæsilegu félagsheimili okkar, Höllinni Grandagarði 18, laugardaginn 14. nóvember.
Kótelettumeistarar félagsins munu reiða fram glæsilega veislu af sinni alkunnu snilld.
Þetta er kjörið tækifæri til að skoða nýtt og glæsilegt félagsheimili okkar og njóta góðra veitinga í góðra vina hóp. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti sem þeir vilja kynna fyrir félaginu.
Húsið opnar kl 18:00 og borðhald hefst kl 19:00.
Veislan kostar aðeins kt. 3.000,- á mann og drykkir á sanngjörnu SJÓR verði.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 10. nóvember.
Skráning er á skráningarsíðu á heimasíðu SJÓR á netfangið sjorek@outlook.com eða í símum 892 0890 Gottskálk eða 845 6556 Smári.