Afmælismóti SJÓNES lokið

Flottu afmælishófi SJÓNES er lokið og SJÓR getur verið stolt af sínum keppendum.

Við fengum verðlaun fyrir:
Aflahæsta karl (Lúther Einarsson)
Aflahæstu sveitina (Lúther Einarsson, Kjartan Gunnsteinsson, Smári Jónsson Ingvi Þór Hjaltason)
Flestar tegundir (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu og einu skrápflúruna (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu síldina (Gilbert Guðjónsson)
Stærstu keiluna (Smári Jónsson)
Stærsta ufsinn (Smári Jónsson)
Stærstu ýsuna (Guðjón Hlöðversson)

Við þökkum SJÓNES kærlega fyrir skemmtilegt mót.

Meðfylgjandi eru „nokkrar myndir“ 🙂

Skemmtilegu aðalmóti lokið

Nú er aðalmótinu okkar lokið og við þökkum keppendum, skipstjórum og öllum þeim, sem komu með einum eða öðrum hætti að mótshaldinu, fyrir frábæra helgi. Ekki síst veðurguðunum sem voru okkur afar hliðhollir.

Því miður urðu mistök í skráningu afla sem ollu því að ekki var hægt að birta aflatölur strax. Við biðjumst velvirðingar á því en þær eru aðgengilegar hér með.

Helstu verðlaun féllu svona:

Aflahæsti karl:
Pétur Sigurðsson SJÓAK – 1.290 kg

Aflahæsta kona:
Dröfn Árnadóttir SJÓR – 602 kg

Flestar tegundir:
Ingvi Þ. Hjaltason SJÓR – 4 tegundir, meðalþ.: 4,4947 kg

Stærsti fiskur:
Pawel Kuznia SJÓSNÆ – 21,180 kg þorskur

Aflahæsti áhöfnin var á Kolgu BA-70 með rúmlega 865 kg meðal á stöng
• Pétur Sigurðsson SJÓAK
• Björn Júlíusson SJÓR
• Sæbjörn Kristjánsson SJÓR
Skipstjóri: Einar Helgason

Kveðja, stjórn SJÓR

 

 

Aðalmót SJÓNES 5. og 6. júlí

Kæru veiðifélagar

Þá er komið að 30 ára Sjóstangaveiðimóti Sjónes sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Fimmtudagur 4. júlí.
Mótið verður sett og mótsgögn afhent  kl. 20:00. í Hótel Cliff
Matarmikil súpa og brauð  í boði Sjónes.

Frítt í sund báða daganna

Föstudagur 5. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00.
Kl. 14: 30 Kaffi og brauð á bryggjunni.
Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

Laugardagur 6. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.
Kl 13:30  Tekið verður á móti keppendum, mökum,og  skipstjórum,  með kaffi,
og 30 ára afmælistertu á löndunarstað við vigtarskúrinn.
Boðið verður uppá makaferð kl 10 laugardaginn.
Kl. 19:30  opnar Hótel Cliff   kl 20:00  hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð,
og verðlaunaafhending.

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000 kr. og innifalið miði  á lokahófið, aukamiði kostar 0 kr.

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð. 

Gistimöguleikar
Tónspil herbergi                      Sími     477 1580 – 894 1580   Pétur.
Hótel Cliff                                  Sími    865  5868 – hildibrand@hildibrand.com 

Hótel Capitano                           Sími    477 1800 – Sveinn
Gistihúsið Siggi Nobb:              Sími    477 1800 – Sveinn
Hildibrand Hótel                        Sími    865  5868 – hildibrand@hildibrand.com
Gistheimilið við lækinn               Sími     477 2020
Skorrahestar Norðfjarðarsveit  Sími      477 1736 – 848 1990

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi fimmtudaginn 27. júní.

Matthías ( sími: 477 1663, 848 7259 )    Björgvin Mar (sími: 663 4456 )

Skráðir keppendur á aðalmótið á Patró

Guðmundur Skarphéðinsson SJÓSIGL
Pétur Sigurðsson SJÓAK
Arnar Eyþórsson SJÓSKIP
Pavel Kuznia SJÓSNÆ
Andrzej Bogdan Kapszukiewicz SJÓSNÆ
Kristbjörn Rafnsson  SJÓSNÆ
Jón Einarsson SJÓSNÆ
Hjálmar Heimisson SJÓNES
Smári Jónsson SJÓR
Ingvi Þór Hjaltason SJÓR
Guðjón Hlöðversson SJÓR
Björn Júlíusson SJÓR
Kristján Tryggvason SJÓR
Gottskálk J. Bjarnason SJÓR
Gylfi Ingason SJÓR
Hersir Gíslason SJÓR
Sæbjörn Kristjánsson SJÓR
Þorsteinn Einarsson SJÓR
Gilbert Ó. Guðjónsson SJÓR
Dröfn Árnadóttir SJÓR
Gísli M. Gíslason SJÓR
Kjartan Gunnsteinsson SJÓR
Guðbjartur G. Gissurarson SJÓR
Lúther Einarsson SJÓR
Ágústa S. Þórðardóttir SJÓR
Ragnar F. Valsson SJÓR

Aðalmót SJÓR // 21.–22. júní

Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið á Patreksfirði 21.–22. júní.
Þáttökugjald er 15.000 kr. sem greiðist við mótssetningu.
Innifalið er miði á lokahóf – aukamiði kostar 5.000 kr.

HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG MEÐ ÝMSU MÓTI:
Á heimasíðu SJÓR: skraning-a-mot/
Með tölvupósti: sjorek@outlook.com
Koma skráningu til formanns þíns félags

Frestur til skráningar rennur út sunnudaginn 16. júní, kl. 20:00.
**** Takið einnig fram ef maki eða aðrir gestir eru með í för, svo hægt sé að áætla fjölda á lokahófið ****
Síðan mun ykkar formaður, tilkynna okkur þátttökuna sama dag.

EINS DAGS VEIÐI
Samkvæmt 3. grein laga SJÓL verður boðið upp á eins dags veiði innan veiðitímabils.
Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða og mun mótstjórn reyna að verða við óskum þeirra sem það kjósa.

DAGSKRÁ MÓTS
Fimmtudagur 20. júní
Kl. 20:00 Kjötsúpa í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 10
Kl. 21:00 Mótið sett, skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 21. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06:00 Siglt á fengsæl mið.
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 19:30 Plokkfiskur
Kl. 20:00 Farið verður yfir aflatölur dagsins.

Laugardagur 22. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 14:00 Haldið til hafnar.
Kl. 19:30 Lokahóf og verðlaunaafhending í félagsheimilinu.

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt en boðið verður
uppá vatn og gos um borð.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Upplýsingar um ferjuna Baldur eru hér https://www.saeferdir.is/um-ferjurnar/baldur/

Fyrir hönd Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, stjórn SJÓR