Aðalmót SJÓVE 11.–12. maí, lokadagur skráningar er 1. maí, kl. 20:00

Minnum á að lokadagur skráningar á aðalmót SJÓVE er 1. maí kl. 20:00
Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Dagskrá mótanna er á heimasíðu SJÓVE.is þar sem öll skráning í mótin fer fram.

http://sjove.is/read/2018-03-02/skraning-er-hafin-a-motin-2018/

ATH! Breytt dagsetning á innanfélagsmótinu!

Innanfelags-Fb-Cover

Vegna erfiðleika við að redda bátum verðum við, því miður, að færa innanfélagsmótið til 5. maí. Skráningarfrestur lengist því til 24. apríl (miðnætti).

Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að þetta valdi ekki óþægindum.

Eigum við ekki bara að segja að „fall sé fararheill“?

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja, stjórn Sjór

Innanfélagsmótið, 28. apríl í Grindavík

 

Innanfelags-Fb-Cover

Þá er loks komið að því;
Innanfélagsmótið verður að þessu sinni haldið í Grindavík, þann 28. apríl.

Mótsjgaldið: 6.000 kr.
Aukamiði á lokahóf: 6.000 kr.
Veiðitími: Kl. 06:00–13:00.

Skráningarfrestur: Til miðnættis 18. apríl.
Skráning á vefnum okkar (sjorek.is) og með email (sjorek@outlook.com)

Við vitum að fyrirvarinn er frekar stuttur en vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hvetjum þátttakendur til að taka með sér gesti á mótið.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

 

Aðalmót SJÓR fært til 22.–23. júní

Ákveðið hefur verið að færa aðalmót SJÓR til 22.-23. júní.

Við vonum að þessi ákvörðun valdi ekki miklum óþægindum en svo óheppilega vill til, að landsleikur Íslands og Argentínu á HM verður kl. 13:00 þann 16. júní og við vitum að það eru margir sem vilja horfa á leikinn.
Þar sem landsleikurinn skarast við veiðitíma og löndun, teljum við betri kost að breyta dagsetningunni.

Með von um skilning á þessari ákvörðun.
Stjórn SJÓR

SJÓSKIP – aðalmót 23.–24. mars!

Aðalmót SJÓSKIP verður haldið 23.–24. mars nk.

Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig undir flipanum „SKRÁNING Á MÓT“ hér á síðunni.
Einnig er hægt að senda póst á sjorek@outlook.com eða hringja í Hersir: 865 4053.

Skráningarfrestur rennur út kl. 12, þann 19. mars.

—————————————————————————————————————————————–

DAGSKRÁ MÓTS:

Fimmtudagur 22. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 23. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir.

Laugardagur 24. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending: Gamla Kaupfélagið, Kirkjubraut 11

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð.
Undirmál Þorsks og Ufsa eru 50 cm. Ekkert undirmál fyrir aðrar tegundir.

Þátttökugjald kr. 15.000,-
Greiðist við mótssetningu eða inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099. 552-26-2831
Aukamiði á lokahófið 5.000 kr.

——————————————————————————————————————————