Kjartan formaður 

Aðalfundur SJÓR var haldinn í gær.

Kjartan Gunnsteinsson er nýr formaður SJÓR. Sami mannskapur var kosinn í stjórn en eitthvað verður um hlutverkaskipti.

Rekstur á félaginu gengur vel þó átaks sé þörf á nýliðun félaga. Samþykkt var að halda svipuðu sniði á innanfélagsmótinu í vor.

Enn er hávetur en það styttist hægt og rólega í fyrsta mót upp á Skaga.

Andlát – Gottskálk J. Bjarnason

Það verður að segjast að það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í SJÓR um þessar mundir.
Í sumar kvöddum við Svavar, við vorum að kveðja Friðleif og núna er elskulegi Gotti látinn. Hæglátur en alltaf brosmildur og ljúfur og snillingur þegar kom að því að gera við hjólin okkar.
Hans verður sárt saknað og við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gotta þökkum við fyrir góða samveru gegnum árin.

Þorrablótið tókst vel

Á laugardagskvöldið s.l. héldum við þorrablótið okkar. 23 höfðu skráð sig og mættu allir og félagarnir eyddu góðri kvöldstund saman. Þorramaturinn kom frá Múlakaffi og var gerður góður rómur að honum. Happdrættið var á sínum stað og þó að það verði æ erfiðara að safna vinningum frá fyrirtækjum, þá hjálpuðust allir að og úr varð hin besta skemmtun. Við þökkum Flóru ehf og Gilbert úrsmið kærlega fyrir stuðninginn. Við þökkum líka þeim sem mættu, fyrir ljúft og skemmtilegt kvöld.

Næsti viðburður er þá Aðalfundurinn og langar okkur að hvetja sem flesta til að láta sjá sig. Hann verður haldinn 22. febrúar (fimmtudagur). Að þessu sinni verður boðið uppá pizzu og bjór (óáfengan, svo allir geti nú fengið sér) og við hlökkum til að sjá ykkur. Formlegt fundarboð kemur von bráðar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Kjartan Gunnsteinsson tók í byrjun kvöldsins.

Kveðja, stjórnin

Friðleifur Stefánsson – andlát

Okkur tekur það sárt að tilkynna andláts Friðleifs Stefánssonar, félaga okkar í SJÓR. Friðleifur var mjög virkur í félaginu, bæði í starfi og ekki síður við veiðar, meðan heilsan leyfði. Hann var góður félagi sem hafði góða nærveru, var fiskinn og mikill húmoristi. Við þökkum honum kærlega fyrir samfylgdina gegnum árin.

SJÓR vottar aðstandendum og fjölskyldu Friðleifs sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Þorrablót SJÓR, 20. janúar

Kæru félagar,

Þorrablótið er næst á dagskrá og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst þó fresturinn renni ekki út fyrr en 14. janúar. Skráning fer fram á sjorek@outlook.com. Þegar þið greiðið, er best að senda kvittun eða amk póst á sjorek@outlook.com og láta vita. Endilega bjóðið gestum með ykkur.

Við auglýsum nánari dagskrá þegar nær dregur en við getum þó sagt núna að miðaverðið er 8.000 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, kveðja, stjórnin