
Alls voru 21 keppandi á 6 bátum.
Mótið gekk vel þrátt fyrir smá brælu seinni daginn og veiddust rúm 15 tonn.
Aflahæsta kona á mótinu var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá SJÓSIGL með 965 kg.
Aflahæsti karl á mótinu var Jón Einarsson frá SJÓSNÆ með 1.336,7 kg.
SJÓR félögum gekk ágætlega á mótinu.
Ingvi Þór Hjaltason varð í öðru sæti sem aflahæsti karl með 1.056,4 kg.
Kjartan Gunnsteinsson var með flestar tegundir, 7 talsins.
Kjartan Gunnsteinsson var með stærstu flundru mótsins.
Blönduð sveit SJÓR og SJÓAK varð í 3 sæti í sveitakeppninni, hana skipuðu Smári Jónsson og Gilbert Ó Guðjónsson frá SJÓR og Daði Jóhannesson frá SJÓAK.
Nánari upplýsingar inni á sjol.is.





