Aðalmót SJÓR var haldið á Patreksfirði dagana 21. – 22. Júní

Alls voru 21 keppandi á 6 bátum.

Mótið gekk vel þrátt fyrir smá brælu seinni daginn og veiddust rúm 15 tonn.

Aflahæsta kona á mótinu var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá SJÓSIGL með 965 kg.
Aflahæsti karl á mótinu var Jón Einarsson frá SJÓSNÆ með 1.336,7 kg.

SJÓR félögum gekk ágætlega á mótinu.

Ingvi Þór Hjaltason varð í öðru sæti sem aflahæsti karl með 1.056,4 kg.
Kjartan Gunnsteinsson var með flestar tegundir, 7 talsins.
Kjartan Gunnsteinsson var með stærstu flundru mótsins.
Blönduð sveit SJÓR og SJÓAK varð í 3 sæti í sveitakeppninni, hana skipuðu Smári Jónsson og Gilbert Ó Guðjónsson frá SJÓR og Daði Jóhannesson frá SJÓAK.

Nánari upplýsingar inni á sjol.is.

Aðalmót SJÓR 21. – 22. júní

Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á aðalmótið okkar á Patreksfirði, 21.– 22. júní 2024.

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 14. júní, kl. 20:00.

Stjórn SJÓR hefur ákveðið að SJÓR félagar greiði ekki mótsgjald.

Félagar í SJÓR tilkynni þátttöku til Kjartans formanns, í síma 858 6219 eða kjartang@mila.is.

Sjá dagskrá á sjol.is.

kv. stjórnin

Innanfélagsmótið og veðurútlit

Uppfært: Vegna slæmrar veðurspár hefur mótinu verið frestað, því miður.

—-

Uppfært: Vegna slæmrar veðurspár verður endanleg ákvörðun um mótið í Grundarfirði tekin um hádegi á morgun, fimmtudag.

—–

Veðurútlit fyrir Snæfellsnes seinnipart vikunnar er ekkert sérstakt.

Endanleg ákvörðum um hvort mótið verður haldið, verður tekin á miðvikudagskvöld, í samráði við skipstjórana.

Veðrið á föstudag gæti haft áhrif á okkur, því þrír af fjórum bátum í mótinu eru á grásleppuveiðum og ætla að draga upp grásleppunetin á föstudaginn.

Ef ekki verður sjóveður á föstudaginn, verða þeir að fara og draga upp netin á laugardaginn og komast því ekki með okkur.

Innanfélagsmót SJÓR, Grundarfirði 25. maí

Innanfélagsmót SJÓR verður haldið laugardaginn 25. maí og farið verður frá Grundarfirði.

Keppt verður á milli báta. Þremur aflahæstu skipstjórum verður veitt verðlaun.

Lokaskráning miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00.

Dagskrá
Laugardagur 25. maí
Kl. 7:00 Mæting á bryggju og þar verða mótsgögn afhent.
Kl. 8:00 Haldið til veiða.
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.
Kl. 16:00 Kaffi og gúmmulaði á veitingarstaðnum Harbour cafe. Úrslit tilkynnt og verðlaun veitt.

Ekki verður boðið upp á nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

Ekkert mótsgjald.

Skráning
Tekið er við skráningu og frekari spurningum með tölvupósti til formanns, kjartan.gunnsteins@gmail.com eða sjorek@outlook.com.
Einni má hafa samband við Kjartan í síma 858 6219.

Við hvetjum félagsmenn til að koma og veiða því þetta er okkar helsta fjáröflun. Veiðimenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Kveðja, stjórn SJÓR

Aðalmót SjóVe 3.-4. maí 2024

Kæri félagi.

Aðalmót SJÓVE verður haldið helgina 3.-4. maí 2024.

Veiðimenn geta skráð sig á ýmsan máta og hvetjum ykkur til að gera það fyrr en seinna.

kjartan.gunnsteins@gmail.com (póstur til Kjartans)
sjorek@outlook.com (póstur á félagið sem við fylgjumst með)
858 6219 (símanúmer formanns)

Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 29. apríl 20:00.

Sjá nánar á sjol.is.

Stjórn SJÓR

Aðalmót SjóSnæ 10.-11. maí 2024

Kæri félagi.

Aðalmót SJÓSNÆ verður haldið helgina 10.-11. maí 2024.
Veiðimenn geta skráð sig á ýmsan máta og hvetjum ykkur til að gera það fyrr en seinna.

kjartan.gunnsteins@gmail.com         (póstur til Kjartans)
sjorek@outlook.com                  (póstur á félagið sem við fylgjumst með)
858 6219                           (símanúmer formanns)

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 3. maí fyrir kl. 20:00.

Sjá nánar á sjol.is.

Kveðja
Stjórn SJÓR

Kynningarmót á Patreksfirði 4. maí

Kæru félagar

SJÓR mun halda kynningarmót þann 4. maí á Patreksfirði. Öll velkomin. Dagskrá og skráning auglýst síðar.

Núna auglýsum við eftir félögum sem geta
a) lánað græjur fyrir væntanlega þátttakendur eða
b) tekið að sér að yfirfara veiðihjól eða viti um einhverja sem taka það að sér.

Áhugasamir hafi samband við Kjartan formann í síma 858 6219.