Tilkynning frá SJÓAK

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Stjórn SjóAk ákvað í dag eftir samráð við ráðgjafa félagsins sem átti samskipti við heilbrigðisráðuneytið, að leggja til við stjórn Sjól að fresta aðalmóti SjóAk 2020.

Í tölvupósti frá lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu sem við fengum í gærkvöldi kom þetta fram:

“Ráðuneytið vísar til erindis Sjóstangveiðifélags Akureyrar frá 6. ágúst 2020, um sjóstangveiðimót 14. og 15. ágúst.

Á það er bent að auglýsing sú sem nú gildir um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar, nr. 758/2020, gildir til og með 13. ágúst. Ný auglýsing hefur ekki verið kynnt þannig að reglurnar liggja ekki fyrir sem gilda munu þegar mótið ykkar verður haldið. Að svo stöddu er því ekki unnt að svara erindinu nema að takmörkuðu leyti.

Í erindi ykkar er því lýst að ekki sé unnt að virða ákvæði 4. gr. auglýsingarinnar á bátunum. Ljóst er að ef ákvæðið um 2 metra nálægðartakmörkun verður áfram óbreytt í gildi verður ekki unnt að fallast á undanþágubeiðni er lýtur að 2 m reglu í bátunum þar sem það fellur ekki undir undanþáguákvæðið eins og það er nú í 8. gr. auglýsingarinnar, en það kveður á um að ráðherra geti veitt undanþágu frá takmörkun á samkomum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Þrátt fyrir að bent hafi verið á að unnt sé að nota andlitsgrímur þá á það aðeins við ef þar sem starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en 2 metra, sbr. 2. mgr. 4. gr., en það á ekki við í tilviki sjóstangveiðimóts.”

 

Við höfðum samband við skipstjórana okkar sem voru búnir að melda sig inn í mótið og voru þeir farnir að týna tölunni vegna Covid-19 og við hefðum aldrei getað uppfyllt það að hafa tvo keppendur á bát til að reyna að uppfylla tveggja metra regluna og jafnvel ekki komið fyrir þeim keppendum sem þó eru í harðri keppni til íslandsmeistara og vildu koma, enda skekkir það svolítið stöðuna.

Við þessa ákvörðun verður því miður ekki hjá komist 

Þetta er staðan í dag kæra sjóstangaveiðifólk.

Með veiðikveðju.
F.h. stjórnar SjóAk.
Sigfús Karlsson, formaður.

SJÓNES lokið, takk fyrir okkur

Um helgina hélt SJÓNES sitt aðalmót sem tókst með miklum ágætum. Það rættist úr veðrinu, það hafði verið spáð frekar leiðinlegu á laugardeginum en þetta slapp allt saman. 31 keppandi skráði sig til leiks og 10 bátar voru til taks. 18 tonn náðust á land sem er fínn árangur. Þess má geta að stærsti fiskur mótsins var þorskur sem vigtaði heil 27,86 kg!
SJÓR þakkar kærlega fyrir skemmtilega helgi.
Árangur okkar SJÓR-félaga var fínn;
Elín Snorradóttir var aflahæsta konan, með 638,2 kg
Dröfn Árnadóttir var í 2. sæti með 580,7 kg.
Svavar Svavarson var í 2. sæti yfir flestar tegundir. Hann náði 4 tegundum og meðalþyngdin var 4,9 kg.
Þorsteinn Einarsson var með 3ja stærsta þorskinn. Hann vóg 21 kg.
Smári Jónsson átti 3ju stærstu ýsuna sem var 3,4 kg.
Svavar Svavarsson fékk stærsta ufsann, 3,6 kg.
Smári Jónsson var með 3ja stærsta steinbítinn, 3,4 kg.
Svavar Svavarsson fékk eina marhnút mótsins – sem þ.a.l. var sá stærsti – heil 80 gr 🙂
Önnur sveitin okkar náði 3ja sæti í sveitakeppninni. Hún veiddi 2377 kg og meðalþyngd á stöng var 646,7 kg. Hana skipuðu: Lúther Einarsson, Elín Snorradóttir, Þorsteinn Einarsson og Gilbert Guðjónsson.

Aðalmot SJÓÍS 3.–4. júlí 2020

Aðalmót Sjóís 3.-4. júlí 2020

Fimmta aðalmót ársins verður á vegum sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga (Sjóís)
sem haldið verður á Ólafsvík helgina 3. og 4. júlí

Skráning keppenda:
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóís um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráningu lýkur föstudaginn 26. júní, kl. 20:00

Mótsgjald: Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Dagskrá:

Fimmtudagur, 2. júlí
Kl. 20:00  Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von, Rifi
Samlokur og kaffi í boði fyrir keppendur

Föstudagur, 3. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju.
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá Ólafsvíkurhöfn
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00  Kjötsúpan góða í Björgundarsveitarhúsinu Von, Rifi
Aflatölur dagsins tilkynntar

Laugardagur, 4. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá Ólafsvíkurhöfn
Kl. 13:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00  Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von, Rifi.
Húsið opnar kl. 20:00. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum

Eins dags veiði
Vakin er athygli á að mögulegt er að skrá sig í eins dags veiði í aðalmótinu
Tilkynna þarf við skráningu hvorn daginn keppandinn ætlar að veiða

Stjórn Sjóís
Þórir Sveinsson. s: 896-3157 thosve@snerpa.is
Sigríður Jóhannsdóttir s: 897-6782 siggajohanns@gmail.com

Aðalmóti SJÓR lokið

Aðalmót SJÓR á Patreksfirði var haldið um helgina í góðu veðri. 36 keppendur tóku þátt á 12 bátum. Við þökkum keppendum og gestum kærlega fyrir skemmtilega samveru og ekki síður skipstjórum.

20200620_22070820200620_05564020200620_05563320200620_05562720200619_14171320200620_22574320200620_22531320200620_22515420200620_22495420200620_22094020200620_22032620200620_22014720200620_21591520200620_20534920200620_20523520200620_20511520200620_20503520200620_20495120200620_20484920200620_20474520200620_20462120200620_20445720200620_20421220200620_060037105492689_363017011339541_1045575695162870489_n104859107_586137162319242_3067597205707068955_n104478397_726226167921483_9114496065830427485_n104910860_281084459904679_3818322974485500367_n104820409_401575970741472_1557410119613841562_n105621223_705871583546484_6857961924601293019_n105906696_675286873203626_3895578424045288146_n104948192_702237233897066_737205565443977268_n104837475_290053512124757_5119011254028611313_n104678684_291245782029092_2543242615135364166_n104941670_988429571613210_3229590726516791829_n104678680_329787358033551_8782459441702065181_n104719348_584487845825052_8968451624857702758_n20200620_225842Allar upplýsingar um úrslit og verðlaun er að finna á sjol.is (Mótin).

Hér koma nokkrar myndir frá mótinu.

 

AÐALMÓT SJÓR 19.–20. júní 2020

Tíminn líður og tíminn flýgur. Það styttist í aðalmótið okkar á Patreksfirði 19.–20. júní
og ekki seinna vænna að kynna dagskrána og fyrirkomulagið.

Dagskráin

Fimmtudagur, 18. júní:
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00.
Afhending mótsgagna og greiðsla mótsgjalda.

Föstudagur, 19. júní:
Kl. 05:30 
Mæting á bryggju. Trúnaðarmenn sjá um að nesti, beita og ís sé fært í bátana.
Kl. 06:00  Haldið til veiða.
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kvenfélagið á staðnum býður uppá kaffi og kruðerí við komuna í land.
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00. Aflatölur dagsins afhentar.

Laugardagur, 20. júní:
Kl. 05:30
  Mæting á bryggju. Trúnaðarmenn sjá um að nesti, björgunarvesti, beita og ís sé fært í bátana.
Kl. 06:00  Haldið til veiða og byrjað í höfninni. Áhöfn hvers báts kemur sér saman um hversu lengi skal veiða þar.
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar.
Kl. 19:00  Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð.
Borðhaldið hefst kl. 20. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum.
Barinn verður opinn fyrir þá sem langar að kaupa sér veigar.

Lágmarksstærð fiska
Allur fiskur undir 50 cm að lengd flokkast sem undirmál og skal settur í sér kar í hverjum báti.

Stærstu fiskar í tegund teknar frá
Hver keppandi safnar saman, uppá vír, stærstu fiskum í tegund og gengur tryggilega frá þeim í sitt kar.

Nesti ekki innifalið fyrir keppendur en þetta verður í boði á bátum…
Á föstudag: 0,5 ltr. (vatn) • 0,5 ltr. (kók) + Prins pólo.
Á laugardag: 0,5 ltr. (vatn) • 0,5 ltr. (appelsín) + Prins pólo.
Skipstjórar (og aðstoðarmenn ef þeir eru til staðar) fá tilbúna nestispakka.

Ganghraði bátanna
Hámarks ganghraði eru 17 sjómílur. Bátum er heimilt að sigla hraðar í höfn eftir að veiði er lokið en á meðan veiðitíminn er í gangi, gilda 17 sjómílur.

Skipting á veiðiplássi keppenda
Veiðitími telst sá tími þegar veiði hefst. T.d. ef byrjað er að veiða kl. 8 og veiðum er hætt kl. 14, skulu skiptin fara fram kl. 11 eða sem næst því. Ekki er heimilt að sleppa skiptingu.

Skráningarleiðir félagsmanna SJÓR
Á sjorek.is (AÐALMÓT 2020 – SKRÁNING)
Senda póst á sjorek@outlook.com
Senda SMS í 893 4034 (Gústa)

Skráningarleiðir keppenda í öðrum félögum
Skrá sig hjá sínum formanni og hann kemur upplýsingunum til SJÓR.

Seinasti skráningardagur
Skráningu lýkur föstudaginn 12. júní, kl. 20:00.

Mótsgjöld
Mótsgjaldið: 15.000 kr.
Stakur miði á lokahóf: 5.000 kr.

Greiðsla mótsgjalda
Best er að millifæra á: 0528-14-405311
Hægt er líka að borga við mótssetningu en vakin er athygli á að einungis er tekið við peningum.

Gistimöguleikar
Fosshótel Vestfirðir • 456 2004
Patreksfjörður Heimagisting (Facebook)
brunnar4apartment@gmail.com • 866 2679
Sigtún 4 Apartment • 698 9913
Stekkaból • Stekkum 19 • 864 9675
Hótel Vest • Aðalstræti 62 • 456 5020 • 892 3414

Trúnaðarmenn
Hlutverk trúnaðarmanna:

  • Sjá til þess að drykkjarvörur, beita, björgunarvesti og ís sé um borð þegar lagt er frá bryggju.
  • Að skiptingar fari fram á bátnum og á réttum tíma.
  • Að tegundaskýrsla sé rétt skráð (kassakvittun).
  • Að fylgja bátakörum uppá bryggju og sjá til þess að merkingar skili sér á rétt kör.
  • Að sjá til þess að tegundaskýrsla fari með afla bátsins (afhenda hana manni á lyftara)
  • Að sjá til þess að vel sé skilið við bátinn og að áhöfnin taki ÖLL þátt í þrifunum.
  • Að nestispokar skili sér til baka báða dagana.

Mótsstjórar
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður SJÓR: 893 4034
Lúther Einarsson, gjaldkeri SJÓR: 893 4007
Pálmar Einarsson, varaformaður SJÓR: 8933 3378

Bryggjustjóri
Þorgerður Einarsdóttir: 691 0554

 Dómnefnd (kærunefnd)
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður.

Aðrir aðilar eru formenn félaganna eða fulltrúar á þeirra vegum ásamt formanni SJÓL.
Tilkynna skal boðaða kæru í 893 4034 og skal kærufundur haldinn á skrifstofu Fiskmarkaðarins.

 

 

 

 

30 ára afmælismót SJÓSNÆ 12.–13. júní

Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 12.-13.júní 2020
Þá er loksins komið að hinu stórskemmtilega opna móti Sjósnæ
Þetta árið fagnar félagið 30 ára afmæli og því mikil veisla framundan

ATHUGIÐ AÐ DAGSKRÁ KANN AÐ BREYTAST EN UPPFÆRIST JAFNHARÐAN
Sætaferðir verða í boði en kynnt nánar síðar

Fimmtudagur 11. júní
Kl. 20:00   Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Kvöldverður og kaffi.

Föstudagur  12.júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 20:00   Léttur snæðingur Sjóminjasafninu Hellissandi. Aflatölur dagsins birtar ofl.

Laugardagur 13. júní
Kl. 05:30   Mæting á bryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30   Kaffihlaðborð í Grunnskóla Ólafsvíkur

Kl. 19:30   Lokahóf í Félagsheimilinu Röst Hellissandi. Léttvín og bjór (enginn posi)

Keppnisgjald kr. 15.000,-  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Léttur snæðingur fyrri dag og Bryggjukaffi seinni dag
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ

Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní

Sjósnæfélagar tilkynni þátttöku sína til Sigurjóns Helga Hjelm formanns í
síma 844-0330 í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 4. júní

Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ

Glampandi sól og glettnir þorskar :)

Verður fyrirsögnin ekki að vera grípandi svo fólk nenni að lesa? 🙂

Öðru aðalmóti sumarsins lauk í gær, sem haldið var af SJÓSKIP.

Glampandi sól var en frekar hvasst og við þökkum SJÓSKIP kærlega fyrir gott mót.
Keppendur voru 30 talsins, okkar fólk stóð sig vel og hér er árangur þeirra:
 
Aflahæstu konur:
Dröfn Árnadóttir, 1. sæti
 
Flestar tegundir:
Gilbert Ó. Guðjónsson, 2. sæti,
Kristján Tryggvason, 4. sæti
 
Stærstu fiskar í tegund:
Smári Jónsson, Þorskur / 18,0 kg
Kristján Tryggvason, Gullkarfi / 1,2 kg
Gilbert Ó. Guðjónsson, Sandkoli / 0,29 kg
 
Stærsti fiskur mótsins:
Smári Jónsson, Þorskur / 18,0 kg, 1. sæti
Kjartan Gunnsteinsson, Þorskur / 15,2 kg, 2. sæti
 
Aflahæstu karlar:
Marinó Njálsson, 4. sæti
 
Aflahæsta sveit:
3. sæti (Marinó Njálsson, Hersir Gíslason, Lúther Einarsson og Kjartan Gunnsteinsson
 
Nú styttist í næsta mót, sem SJÓSNÆ heldur 12. júní í Ólafsvík.