Innanfélagsmótið afstaðið

Eins og flestir vita þá var innanfélagsmótið haldið í Grundarfirði í gær, 6. maí. Veðrið var frábært og veiðin góð, það náðust 5.619 kg á land. Til leiks voru mættir 17 veiðimenn og þar af voru þrír sem aldrei höfðu prófað sjóstöng áður, og að sögn skemmtu þeir sér konunglega og veiddu af miklum móð. Vonandi sjá þeir sér fært að gerast félagar og veiða meira með okkur.

Fyrirkomulag mótsins var með sama sniði og í fyrra; þetta var hugsað sem fjáröflun en ekki keppni á milli einstaklinga. Hver og ein áhöfn veiddi saman en aflahæstu áhafnir voru samt verðlaunaðar núna en það var ekki gert í fyrra. Úrslit mótsins má sjá á http://www.sjol.is

Þrír aflahæstu skipstjórar fengu verðlaun og viðurkenningu á staðnum í lok dags.

Síðan var félagsmönnum boðið að koma í kaffi og kruðerí í Höllinni í dag, sunnudag, en það voru fáir sem mættu. Þeir sem það gerðu, þökkum við kærlega fyrir komuna.

F.v.: Lúther Einarsson formaður SJÓR, Bergvin Sævar Guðmundsson, Kristinn Ólafsson, Andri O. Kristinsson og Elvar Þór Gunnarsson. Á myndina vantar Skarphéðinn Ólafsson.