Þorrablót

Kæru félagar

Það er komið að okkar árlega þorrablóti. Eins og segir í meðfylgjandi auglýsingu verður það haldið laugardaginn 28. janúar og hér koma helstu upplýsingar:

Boðið verður uppá hefbundinn þorramat frá Múlakaffi og honum fylgir einnig heitt saltkjöt með kartöflum og uppstúf. Ef einhver(jir) hafa aðrar óskir þá er um að gera að koma þeim á framfæri og við gerum okkar besta til að verða við því.

Við mælumst til að gestir komi með drykkjarföng að eigin vali en við verðum með bjór og léttvín á barnum ef þarf. Gosdrykkir verða í boði hússins. Minnum á að ekki verður posi á staðnum en hægt verður að sjálfsögðu að greiða með peningum og síðan er ekkert mál að millifæra á staðnum í símanum 🙂

Miðaverð er 6.500 kr.

Skráningu lýkur að kvöldi dags 18. janúar og í kjölfar þess að þið skráið ykkur, viljum við biðja ykkur um að millifæra andvirði miðans, 6.500 kr., á 515-14-405483, kt. 580269-2149.

ÞORRABLÓT – SKRÁNING

Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

Við hvetjum félagsmenn, nýrri sem eldri, til að fjölmenna og eiga góða kvöldstund með félögunum. Munið að félagið eru þið og ykkar þátttaka í viðburðum sem þessum skiptir sköpum fyrir félagið og andann. Um að gera að taka gesti með. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja, stjórnin