Skemmtilegu innanfélagsmóti SJÓR lokið

Loksins, loksins gátum við haldið innanfélagsmótið okkar. Það var haldið í Grundarfirði, þeim fallega stað. Ef lítið veiðist getur maður a.m.k. alltaf horft á stórkostlega fjallasýn!

Þátttakendur voru 22 og af þeim voru 5 nýliðar (gestir). Eins og flestir vita var ákveðið að hafa fyrirkomulagið með öðru sniði en venjulega – þetta yrði e.k. „fjáröflunarmót“ – ekki keppt innbyrðis á milli einstaklinga og eingöngu yrðu veitt verðlaun til þriggja aflahæstu skipstjóranna.

Lagt var af stað til veiða kl. 7. Það hafði verið fylgst náið með veðurspánni og það var smá uggur í brjósti um að veðrið yrði annað hvort mjög slæmt eða frekar slæmt 🙂  En þegar til kom, var nákvæmlega ekkert að veðrinu og m.a.s. sólin lét sjá sig stöku sinnum.

Okkar tilfinning er að þetta fyrirkomulag – að keppa ekki innbyrðist heldur allir saman – sé bæði skemmtilegra og efli andann hjá félagsmönnum. Gagnvart nýliðum er þetta líka skemmtilegra, þeir upplifa sig sem partur af hópnum en ekki einhverjir sem sitja, kannski, í einhverjum „botnsætum“ í harðri keppni. Allir skipstjórarnir voru hæstánægðir með fyrirkomulagið og gátu einbeitt sér að vinnunni um borð. Þannig að, það er okkar tilfinning að þetta sé komið til að vera.

Það veiddust 9,75 tonn og var það virkilega vel gert.

Eins og fyrr sagði, fengu þrír aflahæstu skipstjórarnir verðlaun og meðal verðlauna voru forláta úr sem Gilbert gaf af sínum rausnarskap og þökkum við honum kærlega fyrir.

Við undirbúning allra móta þarf mikla skipulagningu og óeigingjarnt starf. Pálmar og Elín sáu um öll samskipti við skiptjóra og aðila á Grundarfirði og stjórnin þakkar þeim innilega fyrir alla þá vinnu.

Núna er kominn nýr dagur og við ætlum að hittast kl. 15, í smá sunnudagskaffi í Höllinni, fara yfir aflatölur og spjalla saman. Félagsmenn eru velkomnir, hvort sem þeir fóru til veiða eða ekki 🙂

Hér er listi þátttakenda:

Marinó Njálsson
Ágúst Orri Sigurðsson (gestur)
Guðbjartur G. Gissurarson
Þorgerður Einarsdóttir
Gylfi Ingason
Einar Lúthersson
Ágústa S. Þórðardóttir
Lúther Einarsson
Kjartan Gunnsteinsson
Ingvi Þór Hjaltason
Elín Snorradóttir
Pálmar Einarsson
Karen Anna Sævarsdóttir (gestur)
Hannes Einarsson
Guðón H. Hlöðversson
Steinar Ö. Sturluson Kaaber
Svavar Svavarsson
Sæbjörn Kristjánsson
Gunnar Þór Guðmundsson (gestur)
Smári Jónsson
Tryggvi Ingólfsson (gestur)
Hákon Svavarsson (gestur)

Kveðja, stjórn SJÓR

PS. Myndirnar, sem fylgja hér með, eru teknar af Þiðrik (SJÓSIGL) og þökkum við honum kærlega fyrir lánið.