Innanfélagsmót SJÓR, Grundarfirði 7. maí

Þá er loksins komið að innanfélagsmótinu okkar. Í ár verður þetta með öðru sniði en venjulega því við þurfum, fyrst og fremst, að afla tekna fyrir félagið.

Fyrirkomulagið verður þannig að ekki verður um einstaklingskeppni að ræða heldur veiða allir, á viðkomandi bát í sama karið (eða vonandi MÖRG kör!)

Keppni verður á milli báta og fá þrír aflahæstu skipstjórar verðlaun.

Trúnaðarmenn hafa sömu skyldum að gegna og venjulega;

• Að sjá til þess að drykkjarföng og björgunarvesti séu um borð
• Að sjá til þess að röðun á báta sé rétt
• Að skipting fari fram á miðjum veiðitíma
• Að bátur sé þrifinn
• Að kör séu merkt bát við löndun.

Skráning á mótið
Veiðimaður skráir sig á sjorek.is (INNANFÉLAGSMÓT 2022 – SKRÁNING) eða tilkynnir þátttöku til formanns SJÓR ( ljosafl@simnet.is ).

Frestur til skráningar rennur út þann 30. apríl en við hvetjum félagsmenn til að skrá sig fyrr en seinna.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Lúther, formann SJÓR í síma 893 4007 eða senda tölvupóst á ljosafl@simnet.is.

Þar sem ekki verður um eiginlegt lokahóf að ræða þá fellur mótsgjald niður.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

DAGSKRÁ

Laugardagur 7. maí
Kl. 06:00 Mæting á bryggju og þar verða mótsgögn afhent
Kl. 07:00 Haldið til veiða
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar

Sunnudagur 8. maí
Kl. 15:00 Við hittumst í Höllinni og förum yfir árangur mótsins en eins og fyrr sagði þá verða ekki veitt verðlaun. Kaffi, gos og léttar veitingar í boði.

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að koma og veiða fyrir félagið sitt.

Kveðja, Stjórn SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s