Okkur þykir sárt að tilkynna að kær félagi okkar, Jón Þór Guðmundsson, er látinn. SJÓR kveður með trega þennan viðkunnanlega og glaðlega félaga með glettnislegu augun. Jón Þór var öflugur veiðimaður og hafði brennandi áhuga, bæði á veiðinni sjálfri og ekki síður að taka þátt í viðburðum á vegum SJÓR. Hann var ósérhlífinn og duglegur þegar kom að því að rétta hjálparhönd í hvers kyns undirbúningi. SJÓR sendir fjölskyldu og öðrum aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og þakkar Jóni af heilum hug fyrir samfylgdina í gegnum árin.