AÐALMÓT SJÓAK 13.–14. ÁGÚST 2021

Ágæti veiðifélagi

Þá er komið að aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til íslandsmeistara 2021. Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2021. Spennan í Íslandsmótinu er í algleymingi og nú fer hver að verða síðastur að safna stigum. Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum.

Fimmtudagur 12. ágúst 2021
Kl. 20:00 Húsið opnar, Fjölsmiðjan, Furuvellir 13 gómsæt næring og mótsgögn afhending

Föstudagur 13. ágúst 2021
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn.
Kl. 14:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni.

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, http://www.sjol.is og á bryggjunni morguninn eftir ☺

Laugardagur 14. ágúst 2021
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn.
Kl. 14:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt affi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni.

Lokahóf SjóAk á Vitanum
Kl. 20:00 Húsið opnar.
Kl. 20:30 Hátíðin sett.
Kl. 20:40 Borðhald hefst.
– Verðlaunaafhending hjá SjóAk.
– Heiðursveitingar SjóAk.
– Mótsslit.

Mótsgjald er 15.000 kr. og innifalinn er einn miði á lokahófið. Aukamiði á lokahóf kostar 5.000 kr.

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 4. ágúst 2021.

Ef þið vildu einnig tilkynna hvort þið komið á lokahóf væri það einnig vel þegið 😉

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.

Gisting:
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum. http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur
Gistimöguleikar á Dalvík eru: http://www.visittrollaskagi.is/is/afthreying#dalvikurbyggd-1

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari.

Rúta:
Rúta á lokahóf frá Dalvík kl. 18:55 á Árskógssandi kl. 19:10 (fer 19:20) og á Hauganesi kl. 19:25 (fer 19:35). Rútan fer til baka kl. 00:00.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Stjórn SjóAk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s