AÐALMÓTI SJÓR Á PATRÓ ER LOKIÐ

Þá er því lokið, 60 ára afmælismótinu okkar á Patró.

Á laugardeginum var ekki sú veðurblíða sem búið var að „lofa“ fyrr í vikunni – en hver hefur svo sem nokkurn tímann geta treyst veðrinu á Íslandi?!

Veiðin var frekar dræm – sérstaklega á laugardeginum. Heildarmagn afla voru 14,3 tonn. En maður dvelur ekki við það, framundan er spennandi veiðisumar og svo hugsar maður næsta leik þegar að honum kemur.

Alltaf er jafn skemmtilegt að hitta keppendur og aðra góða gesti. Það eru rifjaðar upp gamlar veiðisögur, skemmtileg atvik og smám saman kynnist maður fólki betur og betur.

Skemmtilegast er þegar skondin atvik gerast og það gerðist á þessu móti. Þannig var að á leiðinni vestur keyrði Pálmar Einars ofaní heljarinnar holu og eitt dekkið sprakk. Það er nú ekki í frásögur færandi, hann skipti bara um dekkið og hélt áfram för. Á laugardeginum var Elín Snorra við veiðar á Græðir. Hún setur í eitthvað mjöööög þungt og ætlar varla að bifa því upp. Gilbert, veiðifélagi hennar á bátnum, æstist allur upp og vildi meina að nú hefði hún sett í STÓRA lúðu! Þegar Elín er búin að streða heillangan tíma kom „stóra lúðan“ í ljós. Hún hafði veitt heilt bíldekk – akkúrat það sem Pálmari vantaði. Dekkið var auk þess fagurlega skreytt kuðungum og öðrum sjávargróðri. Sumir leggja greinilega meira á sig en aðrir til að gleða makann sinn 🙂

Mig langar að þakka keppendum og gestum kærlega fyrir frábæra helgi. Þorgerði þakka ég sérstaklega fyrir ótrúlega ósérhlífni, framtakssemi og dugnað. Skipstjórum þakka ég kærlega fyrir þátttökuna því það væru einfaldlega engin mót án þeirra. Stjórninni þakka ég af heilum hug því það var hver og einn reiðubúinn að hjálpa til og það er mjög gott að finna það.

Að lokum langar mig að þakka félögunum fyrir rausnarlegar og góðar afmælisgjafir félaginu til handa.

Úrslit mótsins er að finna á sjol.is http://52.51.23.143/x/pCmp?c=243

Kveðja, Gústa formaður SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s