Tilkynning frá SJÓAK

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Stjórn SjóAk ákvað í dag eftir samráð við ráðgjafa félagsins sem átti samskipti við heilbrigðisráðuneytið, að leggja til við stjórn Sjól að fresta aðalmóti SjóAk 2020.

Í tölvupósti frá lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu sem við fengum í gærkvöldi kom þetta fram:

“Ráðuneytið vísar til erindis Sjóstangveiðifélags Akureyrar frá 6. ágúst 2020, um sjóstangveiðimót 14. og 15. ágúst.

Á það er bent að auglýsing sú sem nú gildir um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar, nr. 758/2020, gildir til og með 13. ágúst. Ný auglýsing hefur ekki verið kynnt þannig að reglurnar liggja ekki fyrir sem gilda munu þegar mótið ykkar verður haldið. Að svo stöddu er því ekki unnt að svara erindinu nema að takmörkuðu leyti.

Í erindi ykkar er því lýst að ekki sé unnt að virða ákvæði 4. gr. auglýsingarinnar á bátunum. Ljóst er að ef ákvæðið um 2 metra nálægðartakmörkun verður áfram óbreytt í gildi verður ekki unnt að fallast á undanþágubeiðni er lýtur að 2 m reglu í bátunum þar sem það fellur ekki undir undanþáguákvæðið eins og það er nú í 8. gr. auglýsingarinnar, en það kveður á um að ráðherra geti veitt undanþágu frá takmörkun á samkomum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins eða verndar lífi eða heilsu manna eða dýra. Þrátt fyrir að bent hafi verið á að unnt sé að nota andlitsgrímur þá á það aðeins við ef þar sem starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en 2 metra, sbr. 2. mgr. 4. gr., en það á ekki við í tilviki sjóstangveiðimóts.”

 

Við höfðum samband við skipstjórana okkar sem voru búnir að melda sig inn í mótið og voru þeir farnir að týna tölunni vegna Covid-19 og við hefðum aldrei getað uppfyllt það að hafa tvo keppendur á bát til að reyna að uppfylla tveggja metra regluna og jafnvel ekki komið fyrir þeim keppendum sem þó eru í harðri keppni til íslandsmeistara og vildu koma, enda skekkir það svolítið stöðuna.

Við þessa ákvörðun verður því miður ekki hjá komist 

Þetta er staðan í dag kæra sjóstangaveiðifólk.

Með veiðikveðju.
F.h. stjórnar SjóAk.
Sigfús Karlsson, formaður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s