SJÓNES lokið, takk fyrir okkur

Um helgina hélt SJÓNES sitt aðalmót sem tókst með miklum ágætum. Það rættist úr veðrinu, það hafði verið spáð frekar leiðinlegu á laugardeginum en þetta slapp allt saman. 31 keppandi skráði sig til leiks og 10 bátar voru til taks. 18 tonn náðust á land sem er fínn árangur. Þess má geta að stærsti fiskur mótsins var þorskur sem vigtaði heil 27,86 kg!
SJÓR þakkar kærlega fyrir skemmtilega helgi.
Árangur okkar SJÓR-félaga var fínn;
Elín Snorradóttir var aflahæsta konan, með 638,2 kg
Dröfn Árnadóttir var í 2. sæti með 580,7 kg.
Svavar Svavarson var í 2. sæti yfir flestar tegundir. Hann náði 4 tegundum og meðalþyngdin var 4,9 kg.
Þorsteinn Einarsson var með 3ja stærsta þorskinn. Hann vóg 21 kg.
Smári Jónsson átti 3ju stærstu ýsuna sem var 3,4 kg.
Svavar Svavarsson fékk stærsta ufsann, 3,6 kg.
Smári Jónsson var með 3ja stærsta steinbítinn, 3,4 kg.
Svavar Svavarsson fékk eina marhnút mótsins – sem þ.a.l. var sá stærsti – heil 80 gr 🙂
Önnur sveitin okkar náði 3ja sæti í sveitakeppninni. Hún veiddi 2377 kg og meðalþyngd á stöng var 646,7 kg. Hana skipuðu: Lúther Einarsson, Elín Snorradóttir, Þorsteinn Einarsson og Gilbert Guðjónsson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s