Þorrablót SJÓR

Skemmtilegu þorrablóti SJÓR er lokið og tæplega 50 gestir gerðu sér glaðan dag með félögum, vinum og mökum.
 
Sú nýbreytni var í þetta sinn að við sáum sjálf um matinn. Það kostaði dálitla vinnu en þegar margar hendur koma að, verður þetta léttara – og töluvert ódýrara. Til marks um hversu vel maturinn fór í gestina okkar, þá höfðum við áhyggjur af að sitja uppi með MIKINN afgang. Til mikillar gleði fyrir okkur þá reyndust þær áhyggjur óþarfar 🙂
 
Að ölllum ólöstuðum sem að vinnunni komu, viljum við sérstaklega þakka Einari Kristinssyni fyrir að bjóðast til þess að sjá um þetta og hafa yfirumsjón með eldamennskunni.
 
Happdrættið góða var á sínum stað með glæsilegum vinningum – sem töldust vera FIMMTÍU talsins 🙂 Framlag Gilberts úrsmiðs er ómetanlegt og hefur verið svo í mörg ár.
 
Kaleb Joshua sá síðan um tónlistina af sinni alkunnu snilld og Kristjana lék á alls oddi í eldhúsinu 🙂
 
Það er alveg óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd og við þökkum gestum okkar kærlega fyrir samveruna.

Kveðja, stjórn SJÓR