Góður árangur SJÓR-liða á SJÓAK

Það heppnaðist vel, aðalmót SJÓAK, þrátt fyrir frekar hryssingslegt veður.

SJÓR-liðum gekk ljómandi vel og það er gaman að geta sagt frá því að sú sem var Aflahæsta konan OG Aflahæsti keppandinn OG Keppandi með flesta fiska OG með stærstu Ýsuna – var Elín Snorradóttir, fyrrum formaður SJÓR og núverandi formaður SJÓL. Hún gerði sér lítið fyrir og vippaði upp 501 fiski sem vógu samtals 1.141,82 kg.

SJÓR var með tvær sveitir og önnur þeirra sigraði sveitakeppnina sem var virkilega skemmtilegt. Hana skipuðu: Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson, Smári Jónsson og Lúther Einarsson. Hin sveitin lenti í 5. sæti sem er ágætt m.v. að í keppninni voru 9 sveitir.

Gilbert Ó. Guðjónsson fékk flestar tegundir, 7 tegundir samtals.
Lúther Einarsson fékk stærsta Sandkolann.

Við þökkum SJÓAK kærlega fyrir góða keppni og skemmtilegar samverustundir.

Sjáumst á SIGLÓ! Kveðja, stjórn SJÓR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s