Því miður er mótinu, sem vera átti í Vestmannaeyjum um helgina, frestað um óákveðinn tíma.
Um leið og ný dagsetning verður ákveðin, látum við vita.
Kveðja, stjórn SJÓR
Kæru félagar.
Nú sytttist í kótelettukvöldið. Það verður laugardaginn 6. apríl n.k. í Höllinni okkar að Grandagarði.
Kótelettumeistarar félagsins munu reiða fram glæsilega veislu af sinni alkunnu snilld.
Húsið opnar kl 18:00 og borðhald hefst kl 19:00.
Kræsingarnar kosta aðeins 3.500 kr. á mann og gestir mæta með sín drykkjarföng. Vatn og gos verður í boði SJÓR. Vekjum athygli á að EKKI verður posi á staðnum.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 3. apríl.
Skráning er á skráningarsíðu á heimasíðu SJÓR og á netfangið sjorek@outlook.com.
Kveðja, stjórn SJÓR