
Um síðustu helgi var haldið aðalmót SJÓR á Patreksfirði. Fyrri daginn var hvasst og var eingöngu veitt inn á firðinum en seinni daginn var ágætis veður.
Í mótinu tóku þátt 29 veiðimenn og keppt var á 8 bátum.
Aflahæsti karl: Kristbjörn Rafnsson með 561 kg.
Aflahæsta kona: Ágústa S. Þórðardóttir með 445 kg.
Aflahæsti skipstjóri: Einar Helgason á Kolgu, meðalveiði á stöng hjá honum var 486 kg.
Á mótinu veiddust alls 7 tegundir. Gilbert Ó. Guðjónsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir flestar tegundir sem voru 5 talsins. Einnig veiddi Gildbert stærstu rauðsprettu mótsins sem var 2,05 kg sem jafnframt var nýtt met í mótum SJÓL en gamla metið var 2,00 kg.
Úrslit mótsins er að finna á heimasíðu sjól http://52.51.23.143/x/pCmp?c=199
