Heiðursfélagi er látinn.

Okkar kæri heiðursfélagi Halldór Þórðason er látinn. Halldór var virkur félagi og mikill veiðimaður og verður hans sárt saknað. Hann var  fæddur 8. ágúst 1925 og tilheyrði hinni rómuðu „unglingadeild“ innan SJÓR, ásamt þeim Friðleifi og Ólafi. Það var nú oft glatt á hjalla hjá þeim félögum í veiðitúrunum og gáfu þeim sem yngri voru ekkert eftir í veiðinni.

Við félagar í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur vottum fjölskyldu Halldórs okkar innilegustu samúðarkveðjur.